Undarleg hún Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

Frétt í ríkisútvarpinu hljómaði svona í dag kl. 16:00.   Hér er fréttin af ruv.is:

Ráðherra hótaði ekki, aðvaraði bara

Ráðherra hótaði ekki, aðvaraði bara

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir enga hótun hafa falist í orðum vinkonu sinnar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í aðdraganda borgarafundar í Háskólabíói í fyrrakvöld.

Hún lítur fyrst og fremst á varnaðarorð sem aðvörun og vinargreiða. Á borgarafundinum sagði hún „Í dag fékk ég skilaboð frá einum ráðherra í ríkisstjórninni þar sem mér var ráðlagt sjálfrar mín vegna að tala varlega hér í kvöld. Af því tilefni vil ég segja þetta. Allt í lagi...“ Hún náði ekki að klára því margir bauluðu í Háskólabíói þegar orðin féllu.

Sigurbjörg neitaði að gefa upp hver hefði ráðlagt henni þetta. Síðdegis í gær barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þess efnis að hún hefði viljað ráðleggja vinkonu sinni að nálgast ræðu sína af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.

Þessu er Sigurbjörg sammála. Hún vilji ekki gera þetta að fjölmiðlamáli. Þetta hafi ekki verið hótun heldur aðvörun.
Ég verð að segja að mér finnst mjög undarleg upphafsorð Sigurbjargar á fundinum úr því að hún lítur svo á að Ingibjörg Sólrún hafi verið að senda henni skilaboð sem vinkona en ekki sem ráðherra.  Hvað gekk  Sigurbjörgu til að hefja ræðu sína með þeim orðum sem hún gerði ef hún lítur svo á að Ingibjörg hafi verið að senda henni vinarskilaboð sem báðu í sér umhyggju fyrir Sigurbjörgu?  Hvernig dettur Sigurbjörgu í hug að orð hennar verði ekki að fjölmiðlamáli úr því hún lætur þau falla í byrjun ræðu sinnar?

Ég ber ómælda virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og efast ekki um að hún hefur meint vel þegar hún sendi Sigurbjörgu skilaboð sín.  Öllu er hægt að snúa á haus og gera tortryggilegt, ekki síst þessa dagana.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband