Undarleg hún Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir
14.1.2009 | 17:43
Frétt í ríkisútvarpinu hljómaði svona í dag kl. 16:00. Hér er fréttin af ruv.is:
Ráðherra hótaði ekki, aðvaraði bara
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur segir enga hótun hafa falist í orðum vinkonu sinnar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra í aðdraganda borgarafundar í Háskólabíói í fyrrakvöld.
Hún lítur fyrst og fremst á varnaðarorð sem aðvörun og vinargreiða. Á borgarafundinum sagði hún Í dag fékk ég skilaboð frá einum ráðherra í ríkisstjórninni þar sem mér var ráðlagt sjálfrar mín vegna að tala varlega hér í kvöld. Af því tilefni vil ég segja þetta. Allt í lagi... Hún náði ekki að klára því margir bauluðu í Háskólabíói þegar orðin féllu.
Sigurbjörg neitaði að gefa upp hver hefði ráðlagt henni þetta. Síðdegis í gær barst yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þess efnis að hún hefði viljað ráðleggja vinkonu sinni að nálgast ræðu sína af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.
Ég ber ómælda virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og efast ekki um að hún hefur meint vel þegar hún sendi Sigurbjörgu skilaboð sín. Öllu er hægt að snúa á haus og gera tortryggilegt, ekki síst þessa dagana.
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.