Betra seint en aldrei
30.11.2008 | 10:29
Loksins tekur einhver á ţeim ósóma sem virđist hafa ríkt í yfirtöku félaga sem voru rekin á samfélagslegum grunni. Brunabótafélag Íslands var í eigu sveitarfélaga og hreppsfélagiđ forna Biskupstungnahreppur átti heilmikiđ fjármagn ţar inni.
Ég hvatti Gísla oddvita heitinn hér á árum áđur, til ađ leysa féđ út en ţá var ekki grundvöllur til ađ fá mikiđ útúr félaginu enda ekki til siđs ađ hlutafélög sem áttu mikiđ eigiđ fé gengju kaupum og sölum. Svo hvarf félagiđ allt í einu inn í önnur félög sem einhver stofnađi, og svo keyptu einhverjir félögin á undirverđi og úr urđu miklir fjármunir sem runnu beint í vasa einhverra ađila sem enginn vissi hvort mćttu kaupa eđa hvernig ţeir gerđu ţađ.
Menn settu sjálfa sig í stjórnir félaga og svo hurfu ţau bara....í vasa einhvers......
Vona ađ lögfrćđisviđ Sambands ísl. sveitarfélaga hafi dug og úthald til ađ fara í saumana á málinu, ţá verđur okkur e.t.v. ljóst hvernig fjármunirnir hurfu úr vösum sveitarfélaga og samvinnufélaga. Hvert fóru fjármunirnir og hverjir eignuđust fjármuni sem safnast höfđu saman í margskonar samvinnufélögum.
Kanna réttarstöđu vegna Giftar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.