Konur gefi enn og aftur framlag sitt.

Alltaf er ætlast til þess að framlag kvenna eigi ekki að kosta neitt, þær mega ekki hagnast á framlagi sínu til annarra fjölskyldna.  Þetta eru úrelt sjónarmið og lítt sæmandi.  Konur eiga að fá mikið fyrir að lána líkama til að ganga með börn fyrir aðra.  Tilvitnun í frétt:

"Meðal þeirra gagnrýnisradda sem heyrst hafa í umræðunni um lögleiðingu staðgöngumæðra eru að verði greitt fyrir meðgöngu staðgöngumóðurinnar bjóði það óneitanlega upp á að efnaminni konur gerist staðgöngumæður á viðskiptalegum grunni.

„Þetta má ekki verða atvinnuvegur,“ segir Matthías og telur heppilegra að staðgöngumóðir sé einhver sem sé nákomin hinum verðandi foreldrum. „Hins vegar er eðlilegt að staðgöngumóður sé greitt fyrir vinnutapið og þann kostnað sem hlýst af því að vera staðgöngumóðir, því það er auðvitað mikil fyrirhöfn og viss áhætta að ganga með barn,“ segir Matthías og bendir á að einnig þyrfti að skilgreina í lögum hver eigi rétt á fæðingarorlofi sé barn getið með aðstoð staðgöngumóður."

Greiðum því konum há laun fyrir að ganga með börn annarra og og ef einhverjar efnaminni konur geta hagnast á því þá er það bara allt í lagi. 


mbl.is Staðgöngumæðrun „má ekki verða atvinnuvegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil taka undir með þér. Það á að leyfa það að þú getir, ef þú vilt, taka gjald fyrir að leggja rúmt ár af lífi þínu í að ganga með barn annarra og jafna þig eftir það. Þetta með að greiða fyrir vinnutap og slíkt er rugl. Sem verðandi verkfræðingur sé ég fyrir mér að landlæknir myndi samþykkja gjaldskrá ráðgjafaverkfræðings fyrir staðgöngumæðrun (og er þetta einusinni orð sem fellur að íslenskum málfræðireglum og orðvenjum?). Sem væri náttúrulega það sem ég myndi setja upp sem gjald fyrir vinnutap. Rukka alla tapaða vinnutíma sem hljótast af þessu. Sérstaklega þar sem ég hef líklega ekki rétt á neinu fæðingarorlofi. 

Ég held að framboð og eftirspurn sé það eina sem gildir í þessum málum. Það eru alltaf til góðhjartaðar manneskjur sem vilja gera svona fyrir aðra, nákomna eða ekki, án þess að krefjast sérstakra greiðslna. Að banna konum að taka greiðslu fyrir svona gerir það að verkum að færri nenna þessu sem leiðir til færri barna. Og það að einhverjir hafi ekki efni á þessari meðferð og finna enga sem er til í að gera þetta af manngæsku er sorgleg staðreynd en það er heldur ekki hægt að neyða neinn til að gera þetta fyrir aðra.

Lagaramminn þarf að vera alveg skýr varðandi réttindi og skyldur allra aðila sem koma að þessu, en bann við að verða atvinnu-staðgöngumóðir er gjörsamlega út í hött.

Anna 

Anna Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta ætti að vera eins og hver önnur verktakavinna. Kona sem er tilbúin til að ganga með barn fyrir aðra veit sjálf hvað hún þarf mikið til að bæta upp tekjutap. Ef hún vill 200.000 á mánuði, sendir hún reikning upp á 2.4 milljónir + VSK sem dekka meðgöngu og þann tíma sem tekur að jafna sig eftir fæðingu. Sú sem endar með barnið fær fæðingarorlofið, því hún þarf að sjá um það.

Ég skil ekki af hverju þetta þarf að vera svona flókið.

Villi Asgeirsson, 17.9.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Takk fyrir gottt innlegg í umræðuna

Drífa Kristjánsdóttir, 19.9.2008 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband