Tungnaréttir
14.9.2008 | 16:17
Í gćrmorgun voru Tungnaréttir. Ţá komu Margrét og foreldrar hennar međ Storm á Torfastađi, til okkar Óla og viđ fórum öll í réttirnar. Fyrstu réttirnar hans Storms, sem nú er orđinn tíu-og hálfs mánađa gamall.
Fjárréttir eru haldnar í annađ sinn eftir riđuniđurskurđinn og fénu fjölgar hér í Tungunum. Sérkennilegt var ađ sjá ađ engin kind var í sumum dilkum sem áđur var í fjöldi fjár. Féđ inn međ Hlíđum fer nú á Kjöl. Austurhlíđaféđ er margt og ţađ var myndarlegur hópur sem var rekinn heim úr réttunum. Skemmtileg breyting frá ţví sem áđur var, ţegar fé úr Tungunum ţurfti ađ vera í tveimur ađskildum afréttarfólfum. Nú er ţađ óţarfi enda allt féđ sem fer á fjalliđ, nýtt í sveitinni keypt frá riđulausum hólfum.
Ég dáđist ađ öllum sem komu ríđandi í réttirnar, ţađ rigndi heil ósköp ţađ hafđi engin áhrif á reiđmennina, ţeir héldu sínu striki og venjum, koma ríđandi í réttirnar.
Skálholtskórinn hélt ekki réttarballiđ ţetta áriđ, enda er Hilmar Örn ađ fara frá Skálholti og Skálholtskórinn, hefur ţví formlega lagt sig niđur. Fjáröflun var ţví ekki nauđsynleg.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.