11. september 2008

Í dag á hann pabbi, Kristján Sigurđsson afmćli, er orđinn 82ja ára.  Til hamingju pabbi minn.  Hann er ern og frískur ţótt aldurinn sé farinn ađ segja til sín og vinnur hörđum höndum ađ ýmsum verkefnum.  Mér finnst mest spennandi ađ hann er hefur veriđ ađ skrifa um međferđarstarf sem unniđ hefur veriđ međ ungmenni á Íslandi en hann var mikill frumkvöđull í međferđarmálum unglinga. 

Pabba hefur fundist margt vitlaust í umrćđunni um Breiđavík en ekki tjáđ sig mikiđ um ţađ.  Hans upphaf í međferđarmálum var ađ hann var fenginn til ađ stýra Breiđavík og hóf störf ţar 1955 en fór ţađan ári síđar.  Vildi ekki ala börnin sín (mig og Fjalar) upp á einangruđum og afskekktum stađ, reyndar tók mamma alveg fyrir ađ vera áfram fyrir vestan.  Síđar tók hann ađ sér unglingamál hjá lögreglunni og hjá félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. 

Áriđ 1972 var hann gerđur forstöđumađur Unglingaheimilis ríkisins og ţar lagđi hann grunn ađ miklu og góđu starfi í međferđarmálum ungmenna.  Hann pabbi hefur frá mörgu ađ segja og nú hefur hann ţađ verkefni ađ koma ţví á prent. Vonandi gengur ţađ vel.

11. september afmćli pabba og sjö ár síđan ađ árás á Tvíburaturnana í New York var gerđ.  Ég man vel hvar ég var 11. september 2001.  Ég fékk fréttirnar í leitum á Kili.  Hafđi ţá veriđ í 5 daga á fjöllum án frétta en fjallmenn fengu fréttirnar af árásinni ţegar viđ komum í Árbúđir.  Guđný og Camilla stóđu á öndinni, sögđu fréttirnar um leiđ og komiđ var í kofa.  Mér varđ strax hugsađ til Fannars og Margrétar sem voru í USA í námi, langađi ađ ná í ţau en vildi ekki hringja ţótt ég vćri međ NTM símann minn ţví ég vissi ađ erfitt vćri ađ ná út og ađ allir hlytu ađ vera ađ hringja út til ćttingja sinna.  Hringdi bara til Elds og Bjartar ađ athuga hvort ţau vissu eitthvađ meir en ég.  Já ég man ţennan dag eins og gerst hefđi í gćr, eins og ég býst viđ ađ allir geri, muni vel hvar ţeir voru ţegar ţeir heyrđu af árásunum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband