Breiðavíkurbörn nútímans.

Er mjög hugsi yfir stöðu barna og ungmenna í dag.  Sé ekki að Barnaverndarstofa hafi, undanfarin ár, verið að veita þá meðferðarþjónustu sem þörf er á.   Börnum er fórnað ef þau eru í vanda og fjölskyldur fá ekki aðstoð þrátt fyrir að barnaverndarlög eigi að verja börnin til 18 ára aldurs.

Nú fá Breiðuvíkurdrengir mikla samúð.  Það er vel, en hvernig mun sagan dæma Barnaverndarstofu?  Félagsmálayfirvöld sveitarfélaga þegja þunnu hljóði.  Skil ekki hversvegna sveitarfélögin gera ekki kröfu um meiri og betri þjónustu.  Samningur ríkis og sveitarfélaga kveður á um að Barnaverndarstofa eigi að veita meðferðarþjónustu fyrir börn og ungmenni.  BVS hefur gert sveitarfélögunum mjög erfitt fyrir þegar þau hafa óskað eftir þjónustu fyrir ungmenni og nú notar Barnaverndarstofa umfjöllun um Breiðavík sér til afsökunar og segir að sú umfjöllun hafi minnkað eftirspurn eftir meðferðarvistun fyrir ungmenni. 

Ég fullyrði að þetta er bull, Barnaverndarstofa hefur leynt og ljóst lagt stein í götu meðferðarstaða fyrir ungmenni.  Skjöldólfsstaðir, Meðferðarheimilið Torfastöðum og Hvítárbakki hafa hætt þjónustu undanfarin ár.  Með því voru lögð niður 18 meðferðarpláss hjá Barnaverndarstofu og ekkert komið í staðinn.  Á sama tíma hefur Barnaverndarstofa gert sveitarfélögunum mjög erfitt fyrir þegar þau vantar þjónustu fyrir ungmenni í vanda.  Það hefur Barnaverndarstofa gert með auknum kröfum á velferðarþjónustu sveitarfélaga þannig að umsóknarferlið eftir þjónustu var gert stöðugt erfiðara og er orðið svo erfitt að flest sveitarfélög eru hætt að óska eftir meðferðarvistunum hjá Barnaverndarstofu. 

Nokkrum árgöngum barna, sem hafa átt í erfiðleikum hefur ekki verið sinnt.  Er ekki verið að endurtaka söguna um ljóta meðferð á börnum þegar þeim er ekki sinnt? Verða Breiðavíkurbörn framtíðarinnar e.t.v. börnin sem fengu ekki þjónustu Barnaverndarstofu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband