Huginn frá Haga. Hryssur hans sónaðar á morgun.
21.8.2008 | 00:46
Sérkennilegt! Ætlaði að blogga mest um stjórnmál þegar ég byrjaði að blogga í mars s.l. (eftir að ég slasaði mig) en undanfarið hef ég mest bloggað undir flokknum vinir og fjölskylda. Fjölskyldan og vinir hafa alltaf verið mest virði fyrir mig svo e.t.v. er ekki að undra að ég ræði málin undir þeim lið þótt sveitarstjórnarmál séu líka mjög skemmtileg og mikilvæg.
Fannar er kominn með landsliði körfubolta til Írlands hringdi áðan og lét vel af sér. Strákarnir komnir til Dublin og muni spila á móti Pólverjum á morgun. Hélt að Stormur yrði í pössun á Torfastöðum í vikunni en það verður ekki fyrr en um helgina. Mamma hans að fara í próf eftir helgina.
Á morgun verða hryssum sem hafa verið á Torfastöðum undir Huginn frá Haga sónaðar, byrjað verður kl. 11:00, og vonandi verða sem flestar fylfullar. Þá fara þær til síns heima, og verður gott að losna við þær, enda erum við stöðugt að fylgjast með að allt sé í lagi hjá hestinum.
Höfum verið að girða sumarhúsalandið af og í dag tóku Sigtryggur bróðursonur Margrétar og Ólafur upp óþarfa girðingu á sumarhúsasvæðinu sem við settum upp fyrir fjórum árum síðan. Nú er féð farið og því ekki nauðsyn á nema stórgripagirðingu. Við erum við oft logandi hrædd um að fá yfir okkur nautgirpi frá nágrönnunum. Nú eru miklu minni líkur á að nautgripirnir valdi tjóni komi þeir yfir á okkar land. Getum því sofið róleg vegna nautgripa nágrannanna.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.