Sumarhús í Þingvallaþjóðgarði

Fyrir nokkrum árum sat ég ráðstefnu á vegum þjóðgarðsins á Þingvöllum þar sem fram kom að stefna Þingvallanefndar væri að sumarhús skyldu hverfa úr Þjóðgarðinum.  Stefnan var að kaupa upp þau hús sem yrðu til sölu.  Síðan þá hafa mörg sumarhús verið seld en Þingvallanefnd ekki keypt neitt þeirra skv. mínum heimildum.  Skil ekki hversvegna Þingvallanefnd heldur ekki stefnu sinni til streytu kaupir upp sumarhús úr þjóðgarðinum þegar þau skipta um eigendur.  Þingvallanefnd hlýtur að eiga forkaupsrétt og getur því haft í hendi sinni að stoppa það að ný hús séu byggð í stað þeirra sem eru orðin ónýt og þarf að endurnýja.  Stefna Þingvallanefndar um að koma sumarhúsunum út úr þjóðgarðinum lá fyrir, þegar Þingvellir komust á heimsmynjaskrá UNESKO fyrir fáum árum síðan. Hefur Þingvallanefnd ekki áhyggjur af að detta út af heimsmynjaskránni ef stefnu nefndarinnar um sumarhúsin verður ekki fylgt eftir?


mbl.is Þyrluflug bannað í þjóðgarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband