Lífsins vatn.
26.6.2008 | 09:48
Gæðum heimsins er misskipt. Hér í Biskupstungunum er hlýtt, sól og blíða og svo hellast yfir okkur gróðrardembur seinnipart dags. Svona hefur veðrið verið alla vikuna. Gróðurinn þýtur upp. Vorkenni þeim sem njóta ekki alls eins og við. Ég get ekki nógsamlega þakkað lífsgæðin þessa dagana. Í nótt fór ég að sinna hrossum, þá var úðarigning og sól um miðja nótt og regnboginn lá yfir Torfastöðum. Þvílík fegurð. Gæti vel unnt Vestfirðingum að fá einhverja vætu frá okkur.
Bændur víða langeygir eftir vætu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.7.2008 kl. 13:13 | Facebook
Athugasemdir
Já þurrkurinn er farinn að segja til sín. Hér í Þorlákshöfn hefur rigningin ekki náð. Hér er allt að skrælan og höfum við ekki undan að vökva gróðurinn. Nú standa miklar framkvæmdir hér vegna Unglingalandsmóts ungmennafélaganna um verslunarmannahelgina. Það er búið að tyrfa og gróðursetja og verið að lagfæra í kringum nýjan fótboltavöll. Mikið tyrft, en þurrkurinn hefur sagt til sín og hefur bærinn notað slökkvibílinn til að dæla vatni á völlinn. Brunahanar í hverfinu hjá mér hafa dælt vatni á nýgróðurinn og hafa ekki undan. Vonandi kemur góð skúr fljótlega, ekki veitir af. Það er áhyggjuefni með vatnsleysið sem komið er upp í Flóanum. Góðar kveðjur í Tungurnar héðan.
Sigurlaug B. Gröndal, 28.6.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.