Torfastaðablíða, fjör og gleði
25.6.2008 | 08:56
Undanfarnir dagar hafa verið hreint unaðslegir hér á Torfastöðum. Sól, hiti og svo hellidembur fyrir gróðurinn. Hitinn orðinn fimmtán stig og klukkan rétt að verða 9 að morgni. Mikið að gera hjá mér og voða gaman. Ætlum að halda veislu nr. 2 í þessum mánuði á laugardaginn, útskriftarveislu. Erum að hamast við að lagfæra það sem lagfæra þarf taka til og snurfusa. Elda og versla inn. Eigum von á tugum gesta á laugardaginn.
Sumarhúsaeigendur fá þvílíka blíðu ég vona að sem flestir njóti þess og hafi gaman af að vera í sumarbústöðunum sínum. Hestarnir eru glaðir í þessu veðri og nú er von á Jens frá Svíþjóð en hann ætlar að fá að þjálfa sig og hrossin hjá okkur í sumar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.