Lyngdalsheiðarvegur, nútíma vegagerð.

Vegagerðin opnaði tilboð í framkvæmdir á Lyngdalsheiðarvegi fyrir tveimur dögum.  Húrra.  Nú kemst Þingvallasveit loks í vegasamband við restina af sveitarfélaginu allt árið.  Sex ár síðan að Þingvallasveit, Laugardalur og Biskupstungur sameinuðust. Loksins verður fært allt árið milli staða í sveitarfélaginu Bláskógabyggð. 

Mótmæli Péturs vegna vegarins hafa verið hávær en ekki að sama skapi almenn.  Pétur gólar og galar og Landvernd tekur undir, en aðeins 1300 manns kusu í heimskulegri viðhorfskönnun Landverndar og Morgunblaðsins. Áróðursstríðið tapað.  Nútímasamgöngur verða að raunveruleika í nágrenni Reykjavíkur, ekki lengur 100 ára moldargötur sem við Uppsveitarfólk eigum að láta okkur nægja til að komast á milli staða, eins og Pétur og Landvernd gera kröfur um í áróðri sínum.  Nútíminn heldur innreið sína í samgöngum milli Laugarvatns og Þingvalla.


mbl.is Framkvæmdir við nýjan Gjábakkaveg hefjast innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband