Brák IS2002288508 vann 2. sætið
17.5.2008 | 08:47
Í gær var gaman. Brák frá Torfastöðum hækkaði fyrir hæfileika í yfirlitinu og hefur fengið í aðaleinkunn 8,19. Hún hlaut 8,19 fyrir byggingu og 8,19 fyrir hæfileika. Ég þakka Sigurði Vigni Matthiasyni kærlega fyrir hans þátt í árangrinum. Hann sýndi hryssuna og gerði okkur stóran greiða enda fór hún til hans óvænt seinnipart vetrar. Ég tek ofan fyrir Sigurði, dáist að eljusemi hans og dugnaði og heiðarleika.
Það var gaman í Víðidalnum í gær, margir sigurvegarar í mismunandi flokkum og margir ánægðir eigendur. Aðstaðan þar frábær.
Fjalar bróðir á afmæli í dag, óska honum til hamingju. Gunnar mágur og Sigga koma heim frá Englandi í dag en hann var í námsleyfi þar. Garðbæingar verða glaðir að fá bæjarstjórahjónin heim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.