Fórnarlömb ofbeldis
2.5.2008 | 10:58
Það er svo sorglegt þegar fólk ætlar þeim sem eru fórnarlömb ofbeldis að þeir eða oftast þær hefðu átt að vita og séu jafnvel samsekar. Konur sem búa við ofbeldi, kynferðislegt, andlegt eða líkamlegt hafa ekki getað brotið sig undan ofbeldinu og eru því þolendur þess. Þær eru skelfingu lostnar, og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Þær eru ofurseldar ástandinu. Því er mjög ósanngjarnt að gera þær að sakborningum, ásaka þær um að vita, en hafa ekkert gert í málinu. Staðan væri allt önnur ef eiginkona brjálæðingsins hefði getað brotist gegn honum. Þá hefði málið opnast fyrr en því miður var máttur eiginkonunnar enginn og því gat ofbeldismaðurinn gert það sem honum sýndist. Gerum því þolendurna aldrei að sakborningum.
Rosemarie Fritzl yfirheyrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er erfitt fyrir þá sem ekki hafa lent í þessum aðstæðum að skilja hversu mikið vald svona brjálæðingar hafa yfir fjölskyldum sínum. En valdið er óhugnanlegt og ég vona bara að þau öll sem lentu í þessum krappa dansi nái áttum með hjálp góðra manna og geti lifað þokkalega góðu lífi eftir þessa martröð.
Helga Auðunsdóttir, 9.5.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.