Lyngdalsheiðarvegur, umfjöllun Landverndar bull og þvæla.
30.4.2008 | 13:52
Mér blöskrar svo þetta kosningabull. Vegstæðið sem um ræðir kemur aldrei inní Þjóðgarðinn, því hefur það engin áhrif á hann. Lyngdalsheiðarvegur er tenging milli Laugarvatns og Þingvallasveitar sem nú verður heilsársvegur en ekki sumarslóði eins og Gjábakkavegur er. Ef menn vilja í framtíðinni gera veg til Reykjavíkur án þess að fara um þjóðgarðinn þá kemur Lyngdalsheiðarvegur ekki í veg fyrir slíka framkvæmd. Það er bara ný ákvörðun um nýtt vegstæði sunnan Þingvallavatns. Ef Landvernd vill vinna að slíkri framkvæmd á ég von á að hún fái fullan stuðning sveitarstjórna Uppsveitanna á vegi sunnan Þingvallavatns.
Hvetja til þátttöku í kosningu um Gjábakkaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Samgöngur | Breytt 27.7.2008 kl. 13:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.