Gjábakkavegur, Lyngdalsheiðarvegur

Ýmsir hafa bullað mikið um nýjan veg milli Laugarvatns og Þingvalla.  Árið 2002 hóf sveitarstjórn vinnu við að láta skipuleggja heilsársveg milli Þingvalla og Laugarvatns enda svæðin þá sameinuð í eitt sveitarfélag.  Núverandi vegur var og er aðeins sumarleið, opinn þrjá mánuði ársins.  Það vantaði og vantar enn, heilsársveg um svæðið, veg sem hægt er að aka allan ársins hring. 

Á núverandi vegi verða flest slys á landinu, hæst slysatíðni, skv. upplýsingum Vegagerðarinnar.  Það var ekki viðunandi. 

Það yrði ekkert minni umferð um Gjábakkaveg, þótt  núverandi vegur yrði hækkaður og lagfærður.  Krafan var og er að fá nútímalegan veg, beinan og hættulítinn. 

Áróður spekinga um að eitt vegstæði mengi minna en hitt er þvæla og ekki svara verð.

Fullyrðingar um að nýr vegur setji heimsminjaskráningu Þingvalla í hættu er líka bull, enda hefur UNESCO alltaf haft upplýsingar um það, að byggja ætti nýjan veg í nýju vegstæði. Sá vegur kemur hvergi inn í þjóðgarðinn. 


mbl.is Almenningur segi álit sitt á Gjábakkavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband