Hvítárbrúin opnuð fyrir umferð miðvikudaginn 1. desember 2010

Margir hafa sýnt áhuga á að hittast í tilefni dagsins og nú er lagt til  að íbúar í Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð  hittist á brúnni miðvikudaginn 1. des. milli kl. 15:00 og 17:00,  kíki á mannvirkið, spjalli saman, takist í hendur, faðmist eða hvaðeina sem þeim dettur í hug að gera.  Fyrirvarinn er lítill því ekki var vitað um opnunardaginn, en ef menn vilja leggja eitthvað til er það velkomið.
Tungnakonur búsettar í Hreppnum“ og JÁVERK bjóða upp á kaffi og kleinur í vinnubúðunum vestanmegin árinnar. 
Ekki er um formlega opnun eða vígslu brúarinnar að ræða, það gerist  2011, þegar öllum vegaframkvæmdum verður lokið. Þetta er einungis jákvætt stefnumót íbúa beggja vegna brúarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband