Lyngdalsheiðarvegur
4.10.2010 | 18:33
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerði það að sínu fyrsta verki eftir sameiningu sveitarfélaganna vorið 2002 að vinna að því og hvetja til þess að heilsársvegur yrði lagður á milli Þingvallasveitar og Laugarvatns. Vegagerðin tók málið fljótt uppá sína arma og menn fylltust bjartsýni um að vegurinn yrði lagður hratt og vel. Heldur dróst málið enda andstaða fáeinna manna mjög hávær og það hræddi nokkra umhverfisráðherra. Sérkennileg ákvörðun var tekin um að umhverfismeta skyldi veglínu sem sveitarstjórn var sammála um að hún myndi aldrei samþykkja. Svona er hægt að snúa uppá málin og fresta þeim. En nú er vegurinn tilbúinn og ég er viss um að allir verða glaðir með hann. Ferillinn tók 8 ár og við erum glöð, þótt seinna sé en höfðum vonað í upphafi.
Umferð hleypt á nýjan veg um Lyngdalsheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.