Torfastaðir, afmæli Óla, uppstigningadagur, barnabörnin.
16.5.2010 | 13:37
Það hefur verið svo gaman hér heima undanfarna daga. Björt og Margrét komu með börnin á miðvikudaginn. Um kvöldið komu svo feðurnir og við borðuðum saman afmælismat í tilefni afmælis Ólafs sem var deginum seinna okkur lá bara svo á að fá afmælisveislu. Björt og Birgir voru mjög dugleg í gróðurhúsinu og við njótum góðs af því núna, æðislegt klettasalat, krydd og nammi. Veðrið var æðislegt og börnin yndisleg. Skoðuðu kisu, borðuðu hjá ömmu og sváfu þess á milli. Mjög gaman.
Svo eru tvær hryssur kastaðar, Brák frá Torfastöðum með afkvæmi undan Gautreki frá Torfastöðum og Reginleif með afkvæmi undan Goðreki frá Torfastöðum.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.