Færsluflokkur: Íþróttir

KR-ingar unnu meistaratiltilinn í kvöld

Leikurinn var hroðalega spennandi í kvöld.  Ég ætlaði að vera heima en fékk ekki og fór því og horfði á allan leikinn.  KR-ingar yfir allan tímann en misstu forskotið á síðustu mínutu leiksins.  Mig langaði hreint ekki að horfa á síðustu mínútu leiksins en gerði það samt.  Þvílík spenna, en þeir náðu að sigra.... Fannar náði boltanum á ögurstundu.  Úfff.  Æði.

Mér finnst gaman að hafa farið suður og fylgst með leiknum í beinni var á staðnum.  Til hamingju strákar, þið voruð betri og unnuð.  Auðvitað er ég hlutdræg en það er líka allt í lagi.  KR vann........  Til hamingju.


mbl.is Fannar: Kom í ljós hve breiðan hóp við erum með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram KR, vinna Grindvíkingana!!!!!

Friðrik þjálfari Grindvíkinga virðist ekki sigurviss með hálfa menn í liði Grindvíkinga.  Ég vona að KR-Imageingar séu allir heilir og einbeiti sér að því að sigra leikinn. Áfram KR.....

Friðrik lét hafa eftir sér í Mbl.is:  Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn nema Páll Axel Vilbergsson. „Hann er bara svona 50% eins og í fyrsta leiknum og nýtist okkur auðvitað ekki eins og ef hann væri alveg heill. En ætli við reynum ekki að þjösnast eitthvað á honum í kvöld,“ sagði Friðrik.

KR-ingar léku miklu betur í fyrsta leik liðanna, voru 10 - 15 stigum yfir fyrstu þrjá leikhlutana.  Hlakka til að fylgjast með leiknum á eftir.


mbl.is Friðrik: Mikilvægt að vinna í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir KR-ingum, fyrsti leikurinn unninn

Ég byrjaði aðeins að skrifa um KR inga og sigur þeirra á laugardaginn var en var trufluð og lauk ekki verkinu.  Í kvöld er annar leikur KR- og Grindavíkur.  Ég vona auðvitað að KR-ingar vinni. 

Fannar minn stóð sig frábærlega í leiknum á laugardaginn, var stigahæstur KR-inga með 22 stig.  Helgi var einnig með 22 stig. Fannar átti líka mjög góðan varnarleik.  Ég vona að KR TV sýni leikinn í kvöld, mig langar svo að fylgjast með mínum mönnum þótt ég sitji heima á Torfastöðum.  Ef þeir sýna ekki leikinn þá get ég allavega fylgst með framvindu leiksins hjá http://www.kki.is


mbl.is KR komst í 1:0 gegn Grindavík í Frostaskjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KR og Grindavík munu leika til úrslita.

Grindvíkingar unnu Snæfellinga í kvöld.  Ég óska Grindvíkingum til hamingju.  Nú liggur fyrir hverjir há lokabaráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfunni í ár.  Ég stend auðvitað með mínum mönnum KR-ingum og hlakka til að fylgjast með þeim.  Mun styðja þá í baráttunni en hef miklar áhyggjur af spenningnum sem því fylgir því mér finnst hann mjög óþægilegur.  En við því er ekkert að gera spenningurinn er fylgifiskur baráttunnar, þegar tvö góð lið mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
mbl.is Grindavík leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Körfuboltalandslið Íslendinga, spennandi upphaf

Það var einstaklega gaman að horfa á leikinn á móti Dönum. Eibeittir leikmenn, hraðinn góður og vörnin líka.  Gaman að sjá hvað liðið nær vel saman og leikgleðin er mikil.  Það er svo ánægjulegt að horfa á leiki þegar menn spila af gleði og vinna vel saman, styðja hvorn annan og hvetja.  Húrra fyrir karlalandsliðinu í Körfu.
mbl.is Íslendingar skelltu Dönum í Höllinni 77:71
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband