Færsluflokkur: Íþróttir
KR-ingar unnu meistaratiltilinn í kvöld
14.4.2009 | 01:00
Leikurinn var hroðalega spennandi í kvöld. Ég ætlaði að vera heima en fékk ekki og fór því og horfði á allan leikinn. KR-ingar yfir allan tímann en misstu forskotið á síðustu mínutu leiksins. Mig langaði hreint ekki að horfa á síðustu mínútu leiksins en gerði það samt. Þvílík spenna, en þeir náðu að sigra.... Fannar náði boltanum á ögurstundu. Úfff. Æði.
Mér finnst gaman að hafa farið suður og fylgst með leiknum í beinni var á staðnum. Til hamingju strákar, þið voruð betri og unnuð. Auðvitað er ég hlutdræg en það er líka allt í lagi. KR vann........ Til hamingju.
Fannar: Kom í ljós hve breiðan hóp við erum með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áfram KR, vinna Grindvíkingana!!!!!
6.4.2009 | 16:21
Friðrik þjálfari Grindvíkinga virðist ekki sigurviss með hálfa menn í liði Grindvíkinga. Ég vona að KR-ingar séu allir heilir og einbeiti sér að því að sigra leikinn. Áfram KR.....
Friðrik lét hafa eftir sér í Mbl.is: Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn nema Páll Axel Vilbergsson. Hann er bara svona 50% eins og í fyrsta leiknum og nýtist okkur auðvitað ekki eins og ef hann væri alveg heill. En ætli við reynum ekki að þjösnast eitthvað á honum í kvöld, sagði Friðrik.
KR-ingar léku miklu betur í fyrsta leik liðanna, voru 10 - 15 stigum yfir fyrstu þrjá leikhlutana. Hlakka til að fylgjast með leiknum á eftir.
Friðrik: Mikilvægt að vinna í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Húrra fyrir KR-ingum, fyrsti leikurinn unninn
6.4.2009 | 15:55
Ég byrjaði aðeins að skrifa um KR inga og sigur þeirra á laugardaginn var en var trufluð og lauk ekki verkinu. Í kvöld er annar leikur KR- og Grindavíkur. Ég vona auðvitað að KR-ingar vinni.
Fannar minn stóð sig frábærlega í leiknum á laugardaginn, var stigahæstur KR-inga með 22 stig. Helgi var einnig með 22 stig. Fannar átti líka mjög góðan varnarleik. Ég vona að KR TV sýni leikinn í kvöld, mig langar svo að fylgjast með mínum mönnum þótt ég sitji heima á Torfastöðum. Ef þeir sýna ekki leikinn þá get ég allavega fylgst með framvindu leiksins hjá http://www.kki.is
KR komst í 1:0 gegn Grindavík í Frostaskjóli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
KR og Grindavík munu leika til úrslita.
31.3.2009 | 21:38
Grindavík leikur til úrslita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Körfuboltalandslið Íslendinga, spennandi upphaf
11.9.2008 | 08:41
Íslendingar skelltu Dönum í Höllinni 77:71 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)