Gautrekur frá Torfastöðum og Drífa unnu Vetrarmót Loga í dag.

Í dag kepptum við Gautrekur frá Torfastöðum, saman í fyrsta sinni, og við unnum.  Ég ætlaðGautrekur og Drífa sigurvegarar1.3. 2009i ekki að keppa en fékk hvatningu frá fjölskyldunni og fór því með Gautrek minn.  Við höfum þjálfað okkur saman síðan í vetur.  Hann þurfti að þyngjast og auka vöðvamassa og ég hef notið þess að þjálfa mig og hann eftir að ég náði mér eftir slysið í fyrra.  Nú erum við bæði í góðu formi og unnum okkar flokk.  Það var mjög skemmtilegt og alveg óvænt fyrir mig.  Ég geri aldrei ráð fyrir að vinna í hestakeppnum.  Finnst ég fyrst og fremst góð í að undirbúa hross og þjálfa þau upp, en svo geta aðrir keppt á hrossunGautrekur tekur á móti 1. verðlaunum 1.3. 2009um og sýnt þau fyrir mig.

Viðar Ingólfsson hefur reyndar tekið að sér að þjálfa Gautrek næstu vikur og e.t.v. alveg fram á vor og gerir það af meiri fagmennsku en ég, og því verður spennandi að sjá hvaða árangri þeir munu ná.

Jón kokkur (K.B. Sigfússon) sendi mér þessar fínu myndir sem ég leyfi mér að setja hér á bloggið mitt. Hjartans þakkir fyrir myndirnar Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar myndir! Til hamingju með sigurinn ;)

Björt (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband