Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Til hamingjnu með afmælið elsku vinur, Sigurður Ragnarsson.

Elskulegur vinur okkar og fyrrum samstarfsmaður og sambúðarmaður, Sigurður Ragnarsson, á stórafmæli í dag, orðinn virðulegur maður eins og hann hefur reyndar alltaf verið.  Við Óli óskum þér, elsku Siggi, ynnilega til hamingju með afmælið.  Inga fær líka ástarkveðju og við söknum ykkur mjög hér á Torfastöðum.  En það má nú vissulega bæta úr því.  Funi, Dagur og fjölskyldur, Logi og Máni fá saknaðarkveðjur frá Torfastaðafjölskyldunni.


KR og Grindavík munu leika til úrslita.

Grindvíkingar unnu Snæfellinga í kvöld.  Ég óska Grindvíkingum til hamingju.  Nú liggur fyrir hverjir há lokabaráttu um Íslandsmeistaratitil karla í körfunni í ár.  Ég stend auðvitað með mínum mönnum KR-ingum og hlakka til að fylgjast með þeim.  Mun styðja þá í baráttunni en hef miklar áhyggjur af spenningnum sem því fylgir því mér finnst hann mjög óþægilegur.  En við því er ekkert að gera spenningurinn er fylgifiskur baráttunnar, þegar tvö góð lið mætast í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.
mbl.is Grindavík leikur til úrslita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg færð á Biskupstungnabraut

Eftir að Landsfundi Samfylkingarinnar lauk í gær, ók ég eins og leið lá heim og varð mjög undrandi á ástandi Biskupstungnabrautar.  Mikið snjólag var á veginum og augljóst að það hafði ekki verið hreinsað nema e.t.v lítillega, þegar snjóaði heldur fengið að safnast á veginn og bifreiðar höfðu þjappað mjög mikið snjóalag á veginum.  Það var alveg hroðalega hált og ljóst að ekki yrði hægt að ná upp snjónum nema með meiriháttar aðgerðum, miklum saltburði og svo veghefli. 

Á undanförnum árum hefur Vegagerðin staðið sig ágætlega í að hreinsa Biskupstungnabrautina, enda afar mikilvægt, því umferð ferðamanna er alveg óskaplega mikil, fyrir utan umferð af völdum okkar, íbúa Uppsveitanna.  En í gær horfði málið allt öðru vísi við því svo mikill þjappaður snjór var á veginum að augljóst var að það næðist ekki að skafa hann af með hefðbundnum aðferðum. 

Ég er því ekki hissa á því að fjórir árekstrar bifreiða hafi orðið á veginum Biskupstungnabraut.  Það er þó bót í máli að fólk hefur ekki slasast illa í þessum árekstrum. 


mbl.is Fjórir árekstrar á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of seint í rassinn gripið

Að hugsa sér að hafa misst af milljónum.  Ég hef aldrei kunnað að safna frímerkjum en gerði það samt þegar ég var barn.  Ég á enn frímerkjasafnið mitt.  En Magni segir að það sé verðlaust.  Ég vissi ekki að umslagið væri verðmætara en frímerkið og því voru hornin rifin af umslögunum og frímerkið bleytt upp af horninu, þurrkuð og sléttuð og sett í frímerkjabók.  Þau eru alveg verðlaus.  Gott væri að eiga milljónirnar núna.  Ég verð aldrei nógu klók til að eiga milljónir í handraðanum eða frímerkjasafninu.
mbl.is Verðmæt íslensk frímerki á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungnaraddir æfa á Torfastöðum, 24. mars 2009.

Tungnaraddir,stjórnandinn Hilmar Örn, Óli, Camilla og Helga.Það var gaman á Torfastöðum í gær.  Raddæfingar karla hófust kl. 18:00.  Mig grunaði að Hilmar og Bubba, væru svöng eftir langa ferð austur, svo ég dreif í að gera lauksúpu.  Hún heppnaðist vel og karlarnir nutu allir góðs af.  Konurnar mættu kl. 20:00 mettar og hressar svo þær fengu bara kaffi og æðislega hafraköku að hætti Bubbu. 

Kórfélögum hefur blöskrað verðlag á æfingaraðstöðu í Aratungu, kostar kr. 22.000,- æfing sem stendur frá 20:00 - 22:30 og því var ákveðið að æfa á Torfastöðum enda kostar það ekkert.  Reyndar hafa ýmsir velviljaðir aðilar boðið okkur fría æfingaraðstöðu.  GnúpGísli, Páll, Bragi, Bubba, Ingibjörg, Helga, Þrúða, Tobba (situr) og Ósk.verjar buðu okkur að koma til sín á laugardaginn kemur í æfingabúðir.  Auk húsnæðis ætluðu þeir að bjóða okkur súpu í hádeginu.  Þær áætlanir breyttust, enda var kórinn beðinn um að syngja við 3ju jarðaförina í þessum mánuði.  Æfingin verður því í Skálholtskirku á laugardaginn og svo syngur kórinn við jarðarför Magnúsar Sveinssonar, sem ættaður var frá Miklaholti, en hann bjó á Norðurbrún í Reykholti á árum áður.

Í gærkvöld voru raddæfingar fyrir Berlínarferð.  Við erum að læra Berliner Messe eftir Arvo Part, mjög sérstakt verk, sem flutt verður af okkur og þýskum kór í Berlin í byrjun júní n.k.  Svo verður Brynjólfsmessa eftir Gunnar Þórðarson líka flutt í Berlín en við þekkjum það verk og höfum flutt áður.


Eftirlitskerfin næg á einstaklinga en miljarðar hurfu hjá fjármálafyrirtækjunum

Það vekur athygli mína að alltaf er hægt að potast í þá sem minnst eiga og alltaf eru til tæki til að veita þeim aðhald og eftirlit.  En vanhæfnin er alger og viljinn enginn þegar nauðsynlegt var að veita fjármálakerfinu og stjórnendum þess aðhald og eftirlit.  Það hefði verið hægt að borga atvinnuleysisbætur einstaklinga í mörg ár fyrir það tap sem nú hefur orðið í fjálmálageiranum.
mbl.is Reynt að sporna við misnotkun á bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar með fund í dag 3.3.2009

Miklar annir hjá mér í dag, var í Sunnulækjarskóla í morgun og fór svo á fund í Aratungu kl. 15:00 í dag.  Ég ætlaði að koma ýmsum málum á fund sveitarstjórnarinnar.  Sendi póst á föstudaginn var en oddvitinn sagðist ekki hafa opnað póstinn sinn fyrr en í hádeginu á mánudag.  Hann sendi mér þá skilaboð um að ég yrði að koma meiru kjöti á beinin eins og hann kallar það, til að fá óskir mínar um dagskrá á fundinum inná fundarboðið, ekki væri nóg að senda eftirfarandi póst um að ég vildi ræða.  Þetta var það sem ég óskaði eftir að yrði á dagskrá fundarins. 

1. Ósk um kynningu á störfum umhverfisnefndar. 

2. Staðardagskrá 21

3.  Umræða og stuðningur við hugmyndir um atvinnusköpun í Bláskógabyggð.

4.  Staða þriggja farsa rafmagns í Bláskógabyggð

5. Samþykkt sveitarstjórnar vegna orkumála, rafmagn, heitt vatn. 

Erindið sem ég sendi sveitarstjórn með kjöti á beinum, eins og oddvitinn segir, komst ekki til skila.  Eitthvað að nettengingunni hjá mér.  Ósk minni var því hafnað um dagskrárefni mín.  Svona var það nú. Verð að taka málin fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar.  Verð að vera búin að stilla póstinn minn rétt, svo ég geti sent e-mail.


Björt á afmæli í dag 2. mars.

Ég óska Björt minni til hamingju með afmælið.  Hún fæddist á Fæðingarheimilinu fyrir 26 árum síðan.  Ég varð mjög undrandi að eignast stúlku hélt alltaf að ég væri með dreng undir belti, og svo var hún dökkhærð með mikið hár og heljar bolla, bara 51 cm að lengd en 17 merkur og auðvitað fannst okkur hún mjög falleg. 

Við höfðum áhyggjur af að eldri bróðir hennar yrði afbrýðissamur enda búinn að njóta fjölskyldunnar einn með óskipta athygli allra.  Þetta voru óþarfa áhyggjur drengurinn gerði engar athugasemdir við nýja systur sína en vildi velja annað nafn á hana þegar hún var skírð.  26 ár liðin og Björt hefur verið okkur til yndis og ánægju.  Til hamingju elskan.


Gautrekur frá Torfastöðum og Drífa unnu Vetrarmót Loga í dag.

Í dag kepptum við Gautrekur frá Torfastöðum, saman í fyrsta sinni, og við unnum.  Ég ætlaðGautrekur og Drífa sigurvegarar1.3. 2009i ekki að keppa en fékk hvatningu frá fjölskyldunni og fór því með Gautrek minn.  Við höfum þjálfað okkur saman síðan í vetur.  Hann þurfti að þyngjast og auka vöðvamassa og ég hef notið þess að þjálfa mig og hann eftir að ég náði mér eftir slysið í fyrra.  Nú erum við bæði í góðu formi og unnum okkar flokk.  Það var mjög skemmtilegt og alveg óvænt fyrir mig.  Ég geri aldrei ráð fyrir að vinna í hestakeppnum.  Finnst ég fyrst og fremst góð í að undirbúa hross og þjálfa þau upp, en svo geta aðrir keppt á hrossunGautrekur tekur á móti 1. verðlaunum 1.3. 2009um og sýnt þau fyrir mig.

Viðar Ingólfsson hefur reyndar tekið að sér að þjálfa Gautrek næstu vikur og e.t.v. alveg fram á vor og gerir það af meiri fagmennsku en ég, og því verður spennandi að sjá hvaða árangri þeir munu ná.

Jón kokkur (K.B. Sigfússon) sendi mér þessar fínu myndir sem ég leyfi mér að setja hér á bloggið mitt. Hjartans þakkir fyrir myndirnar Jón.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband