Færsluflokkur: Samgöngur

Miklar samgöngubætur í Bláskógabyggð og Uppsveitum Árnessýslu

Nú fer að sjá fyrir endan á mikilvægum vegaframkvæmdum.  Stutt er í að Lyngdalsheiðarvegur verði opnaður og séð er fyrir endan á framkvæmdum við Hvítárbrú við Bræðratungu.  Þetta mun hafa mjög mikil áhrif í Bláskógabyggð.    Umferð eykst enn og er hún nú mikil fyrir en við höfum áhyggjur af svokölluðum Reykjavegi.  Umferð um hann hlýtur að aukast en vegurinn er mjög lélegur og þolir ekki meiri umferð en nú er.  Reyndar þolir hann alls ekki þá umferðina eins og hún er í dag. 

Eitt hundrað milljónir áttu að fara í að lagfæra veginn en þær voru dregnar til baka og ekkert framkvæmdafé er til fyrir Reykjaveg.  Það er slæmt mál og því verður að breyta.


mbl.is Umferð hleypt á nýja brú yfir Hvítá í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðileg færð á Biskupstungnabraut

Eftir að Landsfundi Samfylkingarinnar lauk í gær, ók ég eins og leið lá heim og varð mjög undrandi á ástandi Biskupstungnabrautar.  Mikið snjólag var á veginum og augljóst að það hafði ekki verið hreinsað nema e.t.v lítillega, þegar snjóaði heldur fengið að safnast á veginn og bifreiðar höfðu þjappað mjög mikið snjóalag á veginum.  Það var alveg hroðalega hált og ljóst að ekki yrði hægt að ná upp snjónum nema með meiriháttar aðgerðum, miklum saltburði og svo veghefli. 

Á undanförnum árum hefur Vegagerðin staðið sig ágætlega í að hreinsa Biskupstungnabrautina, enda afar mikilvægt, því umferð ferðamanna er alveg óskaplega mikil, fyrir utan umferð af völdum okkar, íbúa Uppsveitanna.  En í gær horfði málið allt öðru vísi við því svo mikill þjappaður snjór var á veginum að augljóst var að það næðist ekki að skafa hann af með hefðbundnum aðferðum. 

Ég er því ekki hissa á því að fjórir árekstrar bifreiða hafi orðið á veginum Biskupstungnabraut.  Það er þó bót í máli að fólk hefur ekki slasast illa í þessum árekstrum. 


mbl.is Fjórir árekstrar á Biskupstungnabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyngdalsheiðarvegur, loksins hefjast framkvæmdir

Árið 2002 sameinuðust sveitarfélögin Þingvellir, Laugardalur og Biskupstungur og urðu að Bláskógabyggð.  Sveitarstjórnin öll einhenti sér í að vinna að því fá nýjan veg milli Þingvalla og Laugarvatns, heilsársveg.  Vonir voru bundnar við að vinnan myndi ganga hratt fyrir sig og Vegagerðin stóð sig mjög vel, hannaði margar veglínur og gerði umhverfismat.  Væntingar voru um að veginum yrði lokið 2007 en nú loksins í september 2008 eru framkvæmdir að hefjast.  Við hlökkum öll til að fá veginn og gleðjumst yfir áætlunum verktaka um að flýta framkvæmdum. 

Ekki var hægt að leyfa skólabörnum úr Þingvallasveit að sækja skóla sinn á Laugarvatn í vetur enda ekki vitað hvernig vegaframkvæmdir yrðu og hvort hægt yrði að aka veginn í vetur.  Næsta vetur verður vonandi hægt að aka nemendum á Laugarvatn og stytta þannig til muna akstur þeirra í skólann sinn.  Húrra. 

Ég vil leyfa mér að benda á að tillaga um nýtt nafn á veginum, Lyngdalsheiðarvegur, kom frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar og er því alfarið á ábyrgð heimamanna.  Vegagerðin tók nafngiftinni vel.


mbl.is Byrjað á umdeildum vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða vegur við Laugarvatn?

Það eru þrjár leiðir að Laugarvatni og ég velti fyrir á hvaða leið umrætt slys var.  Gjábakkavegur hefur oftast haft hæstu slysatíðni vega skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Mörg og alvarleg slys hafa verið á leiðinni að Laugarvatni frá Grímsnesi (Svínavatni) á síðustu tveimur árum.  Ég veit ekki hvernig staðan er á leiðinni að Laugarvatni um Laugardalinn.  Mjög mikil umferð á þessum leiðum og nauðsynlegt að vegirnir séu með háa öryggisstaðla.  Sú er ekki raunin við Laugarvatn og mikilvægt að það breytist.  Vegirnir hafa oft mjög litlar vegaxlir í þeim eru lægðir og hæðir og mjög fáir beinir vegakaflar.
mbl.is Útafakstur við Laugarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landvernd fer offari

Ég tel að Landvernd hafi misst stuðningsmenn vegna offors í eigin málflutningi.  Verndurnarsjónarmið mega ekki stöðva alla framþróun og ef við megum ekki aka á nútímalegum vegum hvað þá? Samgönguráðherra á allan minn stuðning.

Hvet sem flesta til að skoða eftirfarandi síðu einkum þá sem vilja hjálpa fólki sem ekki getur lifað eðlilegu lífi eins og við hin:   http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/594049/


mbl.is Segist ekki hunsa náttúruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúrvernd og Lyngdalsheiðarvegur

Ég hef alla tíð verið mikill náttúru og umhverrfissinni, en um leið vil ég að framfarir eigi sér stað í samgöngumálum.  Því hef ég ekki skilið umfjöllun Bergs og kollega hans um Lyngdalsheiðarveg, nú þegar verkfið hefur fengið faglega umfjöllun og farið tvisvar til umhverrfisráðherra til samþykktar.  Mér finnst alveg ljóst að menn þekkja ekki til málsins þegar þeir hafna samþykktum vegaframkvæmdum á Lyngdalsheiðarvegi. 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar beitti sér fyrir því að lagður yrði  heilsársvegur milli Laugardals og Þingvallasveitar, og lagði áherslu á að vegurinn uppfyllti bestu umferðaröryggisstaðla, en núverandi vegur er einungis sumarvegur hefur hæstu slysatíðni á landinu.  Vegagerðin vann mjög faglega í málinu, og tillögur Vegagerðarinnar fóru aftur og aftur til umræðu í sveitarstjórn.  Þar voru gerðar athugasemdir og samþykktar breytingar.  Margsinnis var auglýst svo almenningur fengi færi á að gera athugasemdir sínar.  Hlustað var á allar athugasemdirnar vegstæðið ekki látið koma inn í Þingvallaþjóðgarð þótt sveitarstjórn vildi hafa veginn styttri og annað vegstæði hefði verið fyrsti kostur sveitarstjórnar. 

Niðurstaða margra ára vinnu liggur nú fyrir tekið var tilliti til allra athugasemda og búið er að semja við verktaka.  Ég gleðst yfir að Bergur í Landvernd og Pétur H. skyldu ekki ná að stöðva málið og að nú fara framkvæmdir að hefjast.


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyngdalsheiðarvegur, nútíma vegagerð.

Vegagerðin opnaði tilboð í framkvæmdir á Lyngdalsheiðarvegi fyrir tveimur dögum.  Húrra.  Nú kemst Þingvallasveit loks í vegasamband við restina af sveitarfélaginu allt árið.  Sex ár síðan að Þingvallasveit, Laugardalur og Biskupstungur sameinuðust. Loksins verður fært allt árið milli staða í sveitarfélaginu Bláskógabyggð. 

Mótmæli Péturs vegna vegarins hafa verið hávær en ekki að sama skapi almenn.  Pétur gólar og galar og Landvernd tekur undir, en aðeins 1300 manns kusu í heimskulegri viðhorfskönnun Landverndar og Morgunblaðsins. Áróðursstríðið tapað.  Nútímasamgöngur verða að raunveruleika í nágrenni Reykjavíkur, ekki lengur 100 ára moldargötur sem við Uppsveitarfólk eigum að láta okkur nægja til að komast á milli staða, eins og Pétur og Landvernd gera kröfur um í áróðri sínum.  Nútíminn heldur innreið sína í samgöngum milli Laugarvatns og Þingvalla.


mbl.is Framkvæmdir við nýjan Gjábakkaveg hefjast innan tíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyngdalsheiðarvegur, umfjöllun Landverndar bull og þvæla.

Mér blöskrar svo þetta kosningabull.  Vegstæðið sem um ræðir kemur aldrei inní Þjóðgarðinn, því hefur það engin áhrif á hann.  Lyngdalsheiðarvegur er tenging milli Laugarvatns og Þingvallasveitar sem nú verður heilsársvegur en ekki sumarslóði eins og Gjábakkavegur er.  Ef menn vilja í framtíðinni gera veg til Reykjavíkur án þess að fara um þjóðgarðinn þá kemur Lyngdalsheiðarvegur ekki í veg fyrir slíka framkvæmd.  Það er bara ný ákvörðun um nýtt vegstæði sunnan Þingvallavatns. Ef Landvernd vill vinna að slíkri framkvæmd á ég von á að hún fái fullan stuðning sveitarstjórna Uppsveitanna á vegi sunnan Þingvallavatns.
mbl.is Hvetja til þátttöku í kosningu um Gjábakkaveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjábakkavegur, Lyngdalsheiðarvegur

Ýmsir hafa bullað mikið um nýjan veg milli Laugarvatns og Þingvalla.  Árið 2002 hóf sveitarstjórn vinnu við að láta skipuleggja heilsársveg milli Þingvalla og Laugarvatns enda svæðin þá sameinuð í eitt sveitarfélag.  Núverandi vegur var og er aðeins sumarleið, opinn þrjá mánuði ársins.  Það vantaði og vantar enn, heilsársveg um svæðið, veg sem hægt er að aka allan ársins hring. 

Á núverandi vegi verða flest slys á landinu, hæst slysatíðni, skv. upplýsingum Vegagerðarinnar.  Það var ekki viðunandi. 

Það yrði ekkert minni umferð um Gjábakkaveg, þótt  núverandi vegur yrði hækkaður og lagfærður.  Krafan var og er að fá nútímalegan veg, beinan og hættulítinn. 

Áróður spekinga um að eitt vegstæði mengi minna en hitt er þvæla og ekki svara verð.

Fullyrðingar um að nýr vegur setji heimsminjaskráningu Þingvalla í hættu er líka bull, enda hefur UNESCO alltaf haft upplýsingar um það, að byggja ætti nýjan veg í nýju vegstæði. Sá vegur kemur hvergi inn í þjóðgarðinn. 


mbl.is Almenningur segi álit sitt á Gjábakkavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lyngdalsheiðarvegur loksins boðinn út.

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti strax eftir kosningar 2002 að með fyrstu verkum hennar yrði að leggja áherslu á að fá heilsárs veg milli Þingvallasveitar og Laugardals.  Vonast var til að verkframkvæmdum yrði lokið fimm árum seinna eða 2007.  Þá voru liðin 100 ár frá því að fyrsti vegur landsins var lagður þar sem nú er Gjábakkavegar, en vegurinn kallaðist áður Kóngsvegur.  Stefnt var að því halda hátíð í tilefni 100 ára afmæli vegagerðar á Íslandi með opnum nýs Lyngdalsheiðarvegar. 

Vinna við undirbúning vegarins hefur dregist úr hömlu en nú hefur öllum skilyrðum verið fullnægt til að hægt sé að hefja framkvæmdir. 

Þingvallasveit ákvað að sameinast Laugardalshreppi og Biskupstungum vorið 2002 og var forsenda þeirrar sameiningar að vegsamband yrði allt árið en ekki bara í þrjá mánuði (sumarmánuðina) á milli Þingvalla og Laugardals.  Nú er draumur íbúa Þingvalla að verða að veruleika.  Öllum formlegum skilyrðum hefur verið fullnægt og nú er ekki eftir neinu að bíða. 

Núverandi Gjábakkavegur liggur í vegstæði Kóngsvegar. Þegar bílar hætta að aka um gamla Kóngsveginn þá er hægt að friða hann og vernda. Kóngsvegurinn getur aftur orðið reiðvegur. Með því sýnum við sögunni og verkmönnum fortíðar virðingu okkar.


mbl.is Hvetur ráðherra að breyta fyrirhugaðri staðsetningu Gjábakkavegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband