Björt á afmæli í dag 2. mars.

Ég óska Björt minni til hamingju með afmælið.  Hún fæddist á Fæðingarheimilinu fyrir 26 árum síðan.  Ég varð mjög undrandi að eignast stúlku hélt alltaf að ég væri með dreng undir belti, og svo var hún dökkhærð með mikið hár og heljar bolla, bara 51 cm að lengd en 17 merkur og auðvitað fannst okkur hún mjög falleg. 

Við höfðum áhyggjur af að eldri bróðir hennar yrði afbrýðissamur enda búinn að njóta fjölskyldunnar einn með óskipta athygli allra.  Þetta voru óþarfa áhyggjur drengurinn gerði engar athugasemdir við nýja systur sína en vildi velja annað nafn á hana þegar hún var skírð.  26 ár liðin og Björt hefur verið okkur til yndis og ánægju.  Til hamingju elskan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingu með stúlkuna þína og kærlig hilsen í sveitina á Óla!

Edda Agnarsdóttir, 2.3.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Sæl Edda mín og takk fyrir hlýlega kveðju.  Skrapp í bæinn til að fá hitta fjölskyldunnar og njóta afmæliskaffis hjá Björt.  Við Óli sendum þér og Birgi okkar bestu kveðjur héðan af Torfastöðum, og ef þið eruð nú á leiðinni t.d. á Gullfoss og Geysi eða í Skálholt þá erum við í leiðinni.

Drífa Kristjánsdóttir, 2.3.2009 kl. 21:13

3 Smámynd: Guðlaugur Helgi Unnsteinsson

Til hamingju Björt. ;) 

Guðlaugur Helgi Unnsteinsson, 11.3.2009 kl. 06:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband