Æðisleg verslunarmannahelgi

Gautrekur frá Torfastöðum kn. FannarHér á Torfastöðum hefur verið mikið um dýrðir undanfarna daga.  Fannar og Margrét buðu vinum sínum að setja upp tjaldbúðir á Torfastöðum og hoppukastali var settur upp fyrir börnin.  Söngskemmtun á laugardagskvöldið, Ingó í Veðurguðunum skemmti mannskapnum.  Eldur og Guðrún voru hér um helgina og þess utan komu Öddi og Ásta og Steinunn í heimsókn.  Björt og Birgir voru  í Hvalfirðinum með fjölskyldu Birgis. 

Hestamannafélagið Logi hélt sitt árlega hestaþing um helgina.  Logafélagar og gestir kepptu en fram fór gæðingakeppni, töltkeppni og að lokum kappreiðar.  Börnin báru af, voru mjög flott.  María og Kristinn í Fellskoti létu sig vaHjálprekur frá Torfastöðum og Kristinn Bjarninta, aldrei þessu vant og mér fannst mikið vanta að þau skyldu ekki mæta.  Þau hafa alltaf verið með frá því að ég fór að stunda þessi mót, keppt í mörgum greinum og oftast verið í vinningssætunum. 

Ég fékk það hlutverk að vera þulur og stjórna mótinu allan sunnudaginn.  Nokkrir hestar frá Torfastöðum kepptu.  Gautrekur frá Torfastöðum hlaut 3. sæti í B flokknum.  Hjálprekur frá Torfastöðum varð einnig númer þrjú í A flokki gæðinga.  Kristinn Bjarni var knapi hans en Fannar keppti á Gautreki.  Hrist frá Torfastöðum og Sólon Mortens

Hrist frá Torfastöðum og Sólon unnu 2. sæti í B flokknum, hlutu einkunnina 8,48.  Fínn árangur.  Við máttum því vera ánægð með okkar hlut.  Borði frá Fellskoti var ótvírætt konungur mótsins, vann B flokkinn og valinn flottasti hestur mótsins.

Í dag liggur fyrir að taka til og þrífa hér á Torfastöðum enda tekur enn við skemmtun og gleði. Á morgun eigum við von á fjölskyldumeðlimum sem ætla að fara að veiða í Tungufljóti.  Fjalar bróðir sá um að panta ána og veiðin hefst eftir hádegi á morgun og stendur fram á hádegi á föstudaginn kemur.  Ekkert lát á skemmtun hér á Torfastöðum og vonandi að sem flestir mæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Halló kæru vinir

 Gaman að sjá þessar myndir.  Fönguleg hross og flottir knapar fóstbræðurnir Fannar og Kristinn Bjarni.  Nú eru árin orðin 12 síðan ég sat síðast í hnakki.  Er farinn að sakna þess voltítið núna þar sem bakið er orðið "gott" eftir alltof mörg ár í tómri vitleysu.

Hafið það sem allra best og berið flokknum kveðju frá okkur í Noregi.

Dunni

Dunni, 15.8.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband