Tungufljót, mikil veiði

Fjölskyldan hefur verið að veiðum í Tungufljóti síðan í gær.  Fjalar, Hilmar, Darri og Högni og margir laxarÉg fór áðan til þeirra og tók af þeim meðfylgjandi mynd sem er tekin við fossinn Faxa í Tungufljóti.  Sex fiskar fengust í gær, Högni fékk fjóra og Fjalar tvo.  Högni var gestgjafi okkar í hádeginu, bauð uppá laxa, þeir voru mög góðir.  Áin var hvíld frá kl. 13 til 16 í dag og nú eru allir farnir aftur í veiði.  Í morgun fékk Fjalar stærsta laxinn sem hópurinn hefur fengið til þessa, 12 punda lax, hvorki meira né minna.  Það er rosa fjör, allir eru að hamast við að læra að kasta því það má bara veiða á flugu.  Sumir með tvíhendu og aðrir einhendu.  Segi frá því hér, þótt ég þekki ekki muninn. 

Gunnar mágur varð að fara í morgun til að sinna áríðandi erindi, vont stundum að vera bæjarstjóri, en Andri er hér enn og því fulltrúi fjölskyldunnar.  Óli, Fannar Björt og Birgir eru fulltrúar Torfastaðafjölskyldunnar í veiðinni, en ég elda og næri mannskapinn.  Hilmar, Darri og Jara eru líka að veiða en Freyja er heima að vinna. Pabbi kom í heimsókn í gær og var með mér en ég undirbjó mat í allt gærkvöld.  Hann fór núna rétt áðan. Sigrún mágkona er á leiðinni. 

Nú er komin hellirigning, það getur ekki verið betra þegar fólk er að veiða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband