Tungnaraddir æfa á Torfastöðum, 24. mars 2009.

Tungnaraddir,stjórnandinn Hilmar Örn, Óli, Camilla og Helga.Það var gaman á Torfastöðum í gær.  Raddæfingar karla hófust kl. 18:00.  Mig grunaði að Hilmar og Bubba, væru svöng eftir langa ferð austur, svo ég dreif í að gera lauksúpu.  Hún heppnaðist vel og karlarnir nutu allir góðs af.  Konurnar mættu kl. 20:00 mettar og hressar svo þær fengu bara kaffi og æðislega hafraköku að hætti Bubbu. 

Kórfélögum hefur blöskrað verðlag á æfingaraðstöðu í Aratungu, kostar kr. 22.000,- æfing sem stendur frá 20:00 - 22:30 og því var ákveðið að æfa á Torfastöðum enda kostar það ekkert.  Reyndar hafa ýmsir velviljaðir aðilar boðið okkur fría æfingaraðstöðu.  GnúpGísli, Páll, Bragi, Bubba, Ingibjörg, Helga, Þrúða, Tobba (situr) og Ósk.verjar buðu okkur að koma til sín á laugardaginn kemur í æfingabúðir.  Auk húsnæðis ætluðu þeir að bjóða okkur súpu í hádeginu.  Þær áætlanir breyttust, enda var kórinn beðinn um að syngja við 3ju jarðaförina í þessum mánuði.  Æfingin verður því í Skálholtskirku á laugardaginn og svo syngur kórinn við jarðarför Magnúsar Sveinssonar, sem ættaður var frá Miklaholti, en hann bjó á Norðurbrún í Reykholti á árum áður.

Í gærkvöld voru raddæfingar fyrir Berlínarferð.  Við erum að læra Berliner Messe eftir Arvo Part, mjög sérstakt verk, sem flutt verður af okkur og þýskum kór í Berlin í byrjun júní n.k.  Svo verður Brynjólfsmessa eftir Gunnar Þórðarson líka flutt í Berlín en við þekkjum það verk og höfum flutt áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband