Stuðningur við ljósmæður

Þar sem ég er í stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar finnst mér rétt að kynna samþykkt stjórnar sem gerð var í gær um áskorun til ríkisstjórnarinnar vegna launadeilu ljósmæðra og ríkisins.  Áskorunin er svona:

Kvennahreyfing Samfylkingarinnar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri launadeilu sem upp er komin milli ríkisins og ljósmæðra.  Einnig lýsir Kvennahreyfingin yfir þungum áhyggjum af öryggi fæðandi kvenna og nýbura.

Laun ljósmæðra eru með því sem lægst gerist innan Bandalags háskólamanna þótt nám þeirra sé eitt það lengsta sem krafist er af ríkisstarfsmönnum.

Byrjunarlaun ljósmæðra eru til dæmis helmingi lægri en byrjunarlaun verkfræðinga með meistaragráðu.  Launakjör ljósmæðra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum.  Kvennahreyfing Samfylkingarinnar leggur áherslu á að störf ljósmæðra verði endurmetin miðað við þá miklu ábyrgð sem þær gegna.

Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þá stefnu að jafna óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu. Semja þarf um kjör handa ljósmæðrum sem standast samanburð við sambærilegar karlastéttir. Það gæfi íslenskum konum von um að jafnréttismarkmið ríkisstjórnarinnar stæðust.

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorar á ríkisstjórnarflokkana að leiða kjaradeiluna til lykta og standa þannig við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um endurmat launa hefðbundinna kvennastétta.

Vonandi ber ríkisstjórnin gæfu til að standa við eigin orð um aukið jafnrétti launa.


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af boðuðu verkfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband