T-listi tækifæra í Bláskólgabyggð.

Í síðustu viku kynntum við T-listafólk, framboð okkar. Við gerðum miklar breytingar á listanum.  Nú leiðir listann nýr frambjóðandi, Helgi Kjartansson, kennari í Reykholti. Jóhannes Sveinbjörnsson, bóndi í Heiðarbæ Þingvallasveit er í öðru sæti. Hann sat í sveitarstjórn ásamt okkur, Kjartani,á síðasta kjörtímabili. Valgerður Sævarsdóttir bókasafnsfræðingur er í þriðja sæti og í fjórða sæti er ég, Drífa Kristjánsdóttir, á Torfastöðum. Ég kaus að bjóða mig fram í 4. sæti en það þýðir að ég fæ aðeins sæti í sveitarstjórn ef T-listinn hlýtur meirihluta í kosningunum. Í 5. sætir er Kjartan Lárusson, sauðfjárbóndi og kennari í Laugardalnum. Við Kjartan höfum bæði setið í sveitarstjórn síðustu tvö kjörtímabil. Kjartan segist alltaf hafa verið síðasti kjörinn maður á T-listanum og ætli að halda því áfram. Hann stefnir því ótrauður á að komast í sveitarstjórn.

Ingibjörg Sigurjónsdóttir, garðyrkjubóndi, Syðri-Reykjum er í 6. sæti.  Lára Hreinsdóttir kennari Laugarvatni í 7. sæti. Sigrún Elfa Reynisdóttir, leikskólakennari og garðyrkjubóndi, Laugarási,

t-lisinn_2010_990872.jpg

 8. sæti, Pálmi Hilmarsson Laugarvatni í 9. sæti og Svava Kristjánsdóttir Reykholti í 10. sæti. Hún er yngst og því fulltrúi unga fólksins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband