Bíðum eftir nýju barnabarni

Verslunarmannahelgin var alveg yndisleg hér á Torfastöðum.  Húsið fylltist af börnum og Óskírð Fannarsdóttir á bumbunni á Björt, 2. ágúst 2009foreldrum þeirra, langamma mætti og er hér enn og svo voru væntanlegir foreldrar líka með okkur.  Fannar keppti á Gautreki  og þeir unnu 3ja sætið í B flokknum. 

Ég eyddi öllum sunnudeginum í Hrísholti var þulur á Hestaþingi Loga og var orðin ansi þreytt að loknu mótinu.  Það fór mjög vel fram, veðrið aldrei verið betra a.m.k. 22 stiga hiti allan daginn.  Gestir og keppendur mjög glaðir og gaman að vera meðal fólks sem kann að gleðjast yfir eigin sigrum eða sigrum annarra.

Næsti viðburður verður sennilega sá að Björt fæðir barn.  Hún á von á sér næstu daga og við bíðum spennt.  Nýjast fjölskyldumeðlimurinn stúlkubarn Fannars og Margrétar og systir Storms veitti öllum mikla gleði.  Það gerðu líka sætrri börnin, Andrea, Emil Goði, Óli og svo Stormur.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband