Meðferðartækni efling foreldrafærni

Heyrði í Braga Guðbrandssyni á BVS ræða við fréttamanninn Guðrúnu Frímannsdóttur í Speglinum í kvöld. Ráðstefnan um eflingu foreldrafærni gaf Braga möguleika á að ræða við fjölmiðla. Hlusta alltaf vel á Braga þegar hann kemst í fjölmiðla enda minnkar áhugi minn, á velferð ungmenna og fjölskyldna þeirra ekki.  Bragi sagði m.a.”að á ráðstefnunni hefðu verið kynntar til sögunnar margar aðferðir sem hafa það að markmiði að efla og styrkja foreldrana sjálfa í að takast á við vanda barna sinna”. Svo sagði hann: “að aðferðirnar væru árangursríkari og varanlegri úrlaust ef tækist að styrkja foreldrið því að foreldrar væru alltaf til staðar fyrir börnin.”   Ég verð hálf sorgmædd fyrir hönd þeirra sem ekki hafa fengið að njóta svona meðferðar, eins og meðferðin hljómar einföld og falleg.  Guðrún spurði hversvegna svona meðferð hefði ekki verið notuð ennþá af BVS.  Hann svaraði því með því að áhugaleyfi BVS hefði komið í veg fyrir að nota þessa aðferð fram að þessu. 

Ég verð aðeins að skipta mér af þessu því nú finnst mér farið rangt með.  Barnaverndarstofa var stofnuð sumarið 1995.  Þá hafði Meðferðarheimilið Torfastöðum, fyrsta einkarekna meðferðarheimilið á Íslandi verið starfrækt í 16 ár.  Við Óli höfðum áður unnið á Unglingaheimilinu og ég hafði því unnið og þróað meðferðarvinnu með ungmenni í 25 ár.  Þennan gullmola, Meðferðarheimilið Torfastöðum, fékk Barnaverndarstofa upp í hendurnar, enda bjó Bragi til reglugerð sem gerði okkur (Torfastöðum) skylt að vinna undir yfirstjórn BVS. 

Í meðferðarvinnunni á Torfastöðum urðu foreldrar að gangast undir það að koma í fjölskyldumeðferð a.m.k. einu sinni í mánuði allan vistunartímann og sumir komu oftar.  Þetta gekk mjög vel og árangur meðferðarinnar mjög mikill, enda höfðu allir rekstraraðilar (við vorum fjögur í byrjun)  verið í þriggja ára námi og handleiðslu í fjölskyldumeðferðarvinnu.  Auk þess þurftu foreldrar að vinna mjög markvisst í því að taka á móti börnum sínum í heimfararleyfum, æfa sig í að lifa með þeim á nýjan hátt og ná tökum á fjölskyldunni allri.  Læra að lifa innihaldsríku og gefandi fjölskyldulífi.Það tók BVS 9 ár að flæma okkur úr starfi okkar eftir 32ja ára starf í meðferðarvinnu með ungmenni og fjölskyldur þeirra.

Nú er kominn tími til að gera nýja hluti segir Bragi styrkja foreldrana sjálfa í að takast á við vanda barna sinna hann segir það varnalegri úrlausn.   Þessi nýja aðferð Braga var notuð af okkur frá árinu 1979 (þegar við lögðum niður Breiðavík með því að bjóða betri meðferðarúrræði)  eða í 25 ár í vinnu Meðferðarheimilisins Torfastöðum með börnum og foreldrum þeirra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband