Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Burt með borgarstjórann í Reykjavík.

Borgarstjórinn hugsar bara um eigið rassgat.  Stuðningsfólki hent hægri vinstri.  Löggjafinn þyrfti að gefa kjósendum færi á að ná fram kosningum í sveitarstjórn þegar staðan er eins hrikaleg eins og hún er nú  í höfuðborg Íslendinga. Það er engin hemja að hægt sé að hriða borgarstjóraembættið án nokkurs kjörfylgis og sjá svo dauða og djöful í hverju horni.  Borgarstjórann burt.  Allir landsmenn eiga kröfu á því að borginni sé stjórnað af hæfu fólki. Reykjavík er höfuðborg Íslendinga og það kemur okkur öllum við að borginni sé vel stjórnað.  Kjósendur eiga að hafa síðasta orðið ekki Ólafur F.
mbl.is Skipt um fulltrúa í skipulagsráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungufljót, mikil veiði

Fjölskyldan hefur verið að veiðum í Tungufljóti síðan í gær.  Fjalar, Hilmar, Darri og Högni og margir laxarÉg fór áðan til þeirra og tók af þeim meðfylgjandi mynd sem er tekin við fossinn Faxa í Tungufljóti.  Sex fiskar fengust í gær, Högni fékk fjóra og Fjalar tvo.  Högni var gestgjafi okkar í hádeginu, bauð uppá laxa, þeir voru mög góðir.  Áin var hvíld frá kl. 13 til 16 í dag og nú eru allir farnir aftur í veiði.  Í morgun fékk Fjalar stærsta laxinn sem hópurinn hefur fengið til þessa, 12 punda lax, hvorki meira né minna.  Það er rosa fjör, allir eru að hamast við að læra að kasta því það má bara veiða á flugu.  Sumir með tvíhendu og aðrir einhendu.  Segi frá því hér, þótt ég þekki ekki muninn. 

Gunnar mágur varð að fara í morgun til að sinna áríðandi erindi, vont stundum að vera bæjarstjóri, en Andri er hér enn og því fulltrúi fjölskyldunnar.  Óli, Fannar Björt og Birgir eru fulltrúar Torfastaðafjölskyldunnar í veiðinni, en ég elda og næri mannskapinn.  Hilmar, Darri og Jara eru líka að veiða en Freyja er heima að vinna. Pabbi kom í heimsókn í gær og var með mér en ég undirbjó mat í allt gærkvöld.  Hann fór núna rétt áðan. Sigrún mágkona er á leiðinni. 

Nú er komin hellirigning, það getur ekki verið betra þegar fólk er að veiða.


Æðisleg verslunarmannahelgi

Gautrekur frá Torfastöðum kn. FannarHér á Torfastöðum hefur verið mikið um dýrðir undanfarna daga.  Fannar og Margrét buðu vinum sínum að setja upp tjaldbúðir á Torfastöðum og hoppukastali var settur upp fyrir börnin.  Söngskemmtun á laugardagskvöldið, Ingó í Veðurguðunum skemmti mannskapnum.  Eldur og Guðrún voru hér um helgina og þess utan komu Öddi og Ásta og Steinunn í heimsókn.  Björt og Birgir voru  í Hvalfirðinum með fjölskyldu Birgis. 

Hestamannafélagið Logi hélt sitt árlega hestaþing um helgina.  Logafélagar og gestir kepptu en fram fór gæðingakeppni, töltkeppni og að lokum kappreiðar.  Börnin báru af, voru mjög flott.  María og Kristinn í Fellskoti létu sig vaHjálprekur frá Torfastöðum og Kristinn Bjarninta, aldrei þessu vant og mér fannst mikið vanta að þau skyldu ekki mæta.  Þau hafa alltaf verið með frá því að ég fór að stunda þessi mót, keppt í mörgum greinum og oftast verið í vinningssætunum. 

Ég fékk það hlutverk að vera þulur og stjórna mótinu allan sunnudaginn.  Nokkrir hestar frá Torfastöðum kepptu.  Gautrekur frá Torfastöðum hlaut 3. sæti í B flokknum.  Hjálprekur frá Torfastöðum varð einnig númer þrjú í A flokki gæðinga.  Kristinn Bjarni var knapi hans en Fannar keppti á Gautreki.  Hrist frá Torfastöðum og Sólon Mortens

Hrist frá Torfastöðum og Sólon unnu 2. sæti í B flokknum, hlutu einkunnina 8,48.  Fínn árangur.  Við máttum því vera ánægð með okkar hlut.  Borði frá Fellskoti var ótvírætt konungur mótsins, vann B flokkinn og valinn flottasti hestur mótsins.

Í dag liggur fyrir að taka til og þrífa hér á Torfastöðum enda tekur enn við skemmtun og gleði. Á morgun eigum við von á fjölskyldumeðlimum sem ætla að fara að veiða í Tungufljóti.  Fjalar bróðir sá um að panta ána og veiðin hefst eftir hádegi á morgun og stendur fram á hádegi á föstudaginn kemur.  Ekkert lát á skemmtun hér á Torfastöðum og vonandi að sem flestir mæti.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband