Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

13. maí 2008 afmælisdagur eiginmannsins.

Í dag er góður dagur, hlýtt og yndislegt veður, vor í lofti og bóndinn á afmæli.  Öll börnin mín erlendis en við höfum notið samveru tengdadótturinnar og Storms litla alla helgina.  Verst að Margrét er orðin lasin og getur ekki farið í síðasta prófið sem hún hefur verið að undirbúa sig undir.

Runólfur vinur okkar átti stórafmæli í gær, langði að heimsækja þau í tilefni dagsins. Það verður að bíða betri tíma. 

Talsverðar annir í gær, Fjalar bróðir sendi flokk manna til að ná í tré sem voru tekin upp hér, Freyja systir kom í heimsókn með fjölskyldu og svo duttu ýmsir inn. Garðar að skoða folöldin, Gunna og Kjartan að skoða graðtitti. 

Fyrsta folaldið kom þann 11. spennandi hryssa, bleikálótt, undan Silkisif og Gautreki.  Körlunum tókst að koma kalda vatninu í gott horf á laugardaginn var, loksins, en loft var á leiðslunni frá söfnunartankinum og allt í volli í nokkra daga.  Nú erum við tilbúin til að taka á móti sumrinu.  Að minnsta kosti tvær veislur verða haldnar í byrjun sumars, Eldur er að ljúka jarðfræðinni og Björt mannauðsstjórnunar náminu.  Bara gaman.


Fórnarlömb ofbeldis

Það er svo sorglegt þegar fólk ætlar þeim sem eru fórnarlömb ofbeldis að þeir eða oftast þær hefðu átt að vita og séu jafnvel samsekar. Konur sem búa við ofbeldi, kynferðislegt, andlegt eða líkamlegt hafa ekki getað brotið sig undan ofbeldinu og eru því þolendur þess.  Þær eru skelfingu lostnar, og vita ekki sitt rjúkandi ráð.  Þær eru ofurseldar ástandinu.  Því er mjög ósanngjarnt að gera þær að sakborningum, ásaka þær um að vita, en hafa ekkert gert í málinu.  Staðan væri allt önnur ef eiginkona brjálæðingsins hefði getað brotist gegn honum. Þá hefði málið opnast fyrr en því miður var máttur eiginkonunnar enginn og því gat ofbeldismaðurinn gert það sem honum sýndist.  Gerum því þolendurna aldrei að sakborningum.
mbl.is Rosemarie Fritzl yfirheyrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband