Stjórnin í Burma söm við sig

Aung San Suu Kyi hefur setið í stofufangelsi í tæp 20 ár að því er mig minnir.  Ég lét mér detta í hug að sundamaðurinn hefði verið fenginn til að synda yfir til hennar svo hægt væri að sakfella hana fyrir eitthvað.  Nú hefur hann fengið harðan dóm og ég læt mér detta í hug að það sé sýndardómur.  Stjórnvöld virðast mjög hrædd við hana og óttast hve sterk hún er í hugum íbúa Burma.  Synd að íbúarnir skuli ekki geta náð því lýðræði sem þeir vildu þegar þeir kusu hana leiðtoga landsins.
mbl.is Suu Kyi sakfelld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband