Ánægjuleg sjóðheit Eurovisionhelgi afstaðin. Ég þakka yndislega daga með fjölskyldunni.

Helgin var afar ánægjuleg hjá mér.  Veðrið sólríkt og heitt, í gær voru 18 stig hér í Tungunum.  Líka í Reykjavík á meðan við dvöldum þar. 

Fannar og Margrét buðu okkur í dásamlegan mat á laugardagskvöldið og við horfðum á Jóhönnu Guðrúnu preforma, svaka vel gert hjá henni, alveg óaðfinnanlegt.  Svo fylgdumst við með stigagjöfinni og vorum 17. maí 09 Gunnar, Sigga og Ólafur.stolt yfir að vera Íslendingar.  Það er langt síðan hægt hefur verið að fyllast þjóðarstolti svo það var mjög gaman.  Íslendingar áttu mikið að þakka Jóhönnu Guðrúnu þessa helgina.  Stormur var mikill gleðigjafi eins og alltaf, leik við hvern sinn fingur yfir sönglagakeppninni.

Fórum og hittum Bíbí áður en við renndum okkur úr bænum, hún er á St. Jósefsspítala til rannsóknar.  Verður vonandi komin heim innan nokkurra daga.

Sigga og Gunnar hafa verið í bústaðnum um helgina og við kölluðum á þau í mat á sunnudagskvöldið.  Það var alveg ómögulegt að vera inni, svo við borðuðum í æðislegu veðri úti og sátum þar til tæplega 22:00 en þá vorum við að tapa sólinni bak við heiðina.  Sigga dásamaði verðrið og benti á að enn væri bara 17. maí, þjóðhátíðardagur Norðmanna.  Í tilefni af því var myndin tekin.  18 stiga hiti, sól og blíða í allan dag.  Ummmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband