Annasöm vika, íbúafundur í Bláskógabyggđ o.fl..o.fl..

Furđufatadagur í Sunnulćkjarskóla 2009 (2)Vikan, sem nú er ađ enda var skemmtileg og annasöm.  Í Sunnulćkjarskóla var furđufatadagur á föstudaginn.  Ég klćddi í pils međ skjörti (eins og viđ kölluđum ţađ í gamla daga) og skreytti mig međ hárklút og stórum eyrnarlokkum og öllum hálsmenunum sem ég á.  Börnunum ţótti ég vođa skrautleg og dáđust ađ mér.  Ţau voru líka sjálf mjög flott. Skemmtilegur dagur, allir syngjandi á sal ţegar ég mćtti og svo fór megniđ af deginum í leiki og samveru. 

Á ţriđjudagskvöldiđ héldum viđ í T-listanum íbúafund í Aratungu.  Ekki var eins vel mćtt á hann eins og í fyrra, ţrátt fyrir ađ sveitarstjórinn og oddvitinn heiđruđu okkur međ nćrveru sinni.  En fundurinn var mjög skemmtilegur og lćrdómsríkur.

Eldur er í Kína ađ vinna.  Hann fór á laugardaginn var og er vćntanlegur heim á morgun.  Ég fékk póst frá honum og hann er mjög glađur í Kína, lćrir mikiđ um virkjanir Kínverja og fćr fullt af hugmyndum um breytingar og leiđir sem ţeir geta fariđ til ađ nýta betur orkuna sem ţeir hafa virkjađ.    Tungnaraddir í ćfingabúđum, kvöldvaka

Tveir sveitungar létust í vikunni, vinir okkar Arnór og Ţorlákur.  Skálholtskórinn fékk óskir um söng ţrátt fyrir ađ hann hefur formlega veriđ lagđur niđur og Hilmar Örn er beđinn um ađ spila.  Enginn kór né organisti er í Skálholti.  Synd ađ Skálhyltingar skyldu hafa flćmt Hilmar Örn frá sér.

En félagar í Skálholtskórnum hinum forna hittast reglulega og syngja undir stjórn Hilmars Arnar.  Vorum í ćfingabúđum um síđustu helgi á Nesjavöllum.  Ćđislega skemmtilegt og fínn söngur.  Áćtlanir eru uppi um ađ syngja í Berlín í júní n.k.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband