Hestar lifandi verur

Mín samúð er hjá reiðmanninum sem meiddist vegna ytri aðstæðna sem hann réð ekki við.  Af þessu tilefni langar mig að minnast á alla sem eru í umferðinni.  Hér í Biskupstungum er oft ekið mjög kæruleysislega framhjá reiðfólki og ljóst að fólk hefur ekki hugsun á því að hestarnir eru lifandi verur, þeim bregður og geta tekið uppá að hreyfa sig á annan hátt en reiðmaðurinn á von á.  Flugeldur gerir flestum hrossum hverft við og það gera líka bílar sem koma óvænt að hrossi.  Þá er mikilvægt að ökumaðurinn hægi ferðina taki tillit til þess að hrossið er lifandi skepna. 

Mæli með að við tökum upp meiri tillitssemi við hvort annað nú þegar illt er í ári hjá flestum.  Munum eftir að athafnir okkar hafa áhrif á aðra.  Vonandi ekki þó með þeim afleiðingum sem konan á hestinujm varð fyrir.  Megi hún ná bata fljótt og vel.  


mbl.is Hesturinn fældist við flugeld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reiðmaðurinn fær mína samúð og ég vona að henni batni fljótt og vel. Ég reyni sjálf að keyra varlega framhjá reiðfólki, sótbölvandi þeim reyndar því að hestamennska og akvegir eiga að mínu mati ekki saman. Ég vil bara síður fá hest upp á húddið á bílnum mínum, því að það skemmir bílinn heilmikið, og svo vil ég síður meiða hestamanninn, þó svo að hann hafi sýnt þá heimsku að vera að leika sér með gæludýrið sitt uppi á akvegi. Reiðmenn eiga sjálfir að átta sig á því að hestarnir eru lifandi verur sem getur brugðið og því ætti reiðmaðurinn frekar að fara með dýrið sitt á svæði þar sem er minna líklegt er að bílar bregði þeim. Það ætti allavegana ekki að vera "óvænt" fyrir reiðmanninn, þegar bíll kemur akandi eftir akvegi.

Valdís (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 15:32

2 Smámynd: corvus corax

Það er alltaf sama helvítis frekjan hjá þessu hrossaskítshyski. Drullið ykkur bara með bykkjurnar eitthvert þar sem venjulegt fólk þarf ekki að verða vart við ykkur. En það gengur ekki því sýniþörfin er svo rík í þessu hrossahyski að það þarf alltaf að vera að troða sér í námunda við hugsanlega áhorfendur. Vegir eru fyrir bíla en ekki hross og ef bílar eru á bílvegum og hross á reiðvegum verður bara hver að passa sitt. Frekjuhyski!

corvus corax, 4.1.2009 kl. 15:40

3 identicon

Mikið er nú alltaf ljómandi fyndið og skemmtilegt þegar menn ná að æsa sig svo upp á blogginu að þeir tapa glórunni

Sigurður (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 20:54

4 identicon

Það er voðalega auðvelt að bölva hestafólki og stimpla það fífl og asna fyrir að ríða út nálægt akvegum. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir hestamenn að komast hjá þessu þar sem mörg sveitarfélög leggja skammarlega litla áherslu á gerð reiðvega fjarri bílaumferð. Ég hef sjálf verið í hestum á Selfossi og a.m.k. síðustu 10 árin man ég ekki eftir einum einasta nýja reiðveg sem hefur lagður þrátt fyrir að hesthúsahverfið þar sé mjög stórt og reiðmenn skipti hundruðum. Trúið mér, ég myndi svo miklu miklu frekar vilja ríða út áhyggjulaus um sveitavegi heldur en að þurfa að dóla meðfram þjóðvegunum. Ég held að langflestir hestamenn myndu segja það sama, en það eru bara því miður oft engir aðrir valkostir í stöðunni. Það er því ekki við hestafólk að sakast, heldur sveitarfélögin sem standa að reiðvegagerð. Það er byggt mikið af íþróttahúsum og fótboltavöllum hér og þar um landið, en það mætti augljóslega leggja aðeins meira í að gera reiðvegi þar sem skortur á þeim er bæði hestamönnum og öðrum til ama.

Lena (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Óskaplega er notalegt að fá svona málefnalegar athugasemdir eins og frá þér Lena. Var að lesa um stórslasaðan gangandi mann sem ekið var á austan við Selfoss. Í mínu uppeldi var lögð áhersla á að bíllinn mætti aldrei aka á neitt kvikt hvorki menn né dýr.  Nú er öldin önnur hjá sumum, bílar eiga forgang án tillits til nokkurs.  Það er mikil afturför.

Drífa Kristjánsdóttir, 5.1.2009 kl. 09:45

6 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Já, það er ekki alltof varlega farið í kringum dýrin okkar. Hestar verða fyrir miklum skakkföllum vegna ógætilegs aksturs bifreiða, mótorhjóla og fjórhjóla á reiðstígum (sem er ekki leyfilegt). Frænka mín missti góða reiðhesta fyrir nokkrum árum þar sem ekið var utan í þá á leið í Tungnaréttir. Þetta eru viðkvæmar skepnur og ber að sýna þeim tillitssemi. Kærar kveðjur upp í Tungur.

Sigurlaug B. Gröndal, 6.1.2009 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband