Skrýtnar skýrslur seðlabankastjóra

Ég hef verið undrandi yfir því að það geti leikið vafi á því hvað seðlabankinn segi stjórnvöldum.  Davíð segist hafa sagt eitthvað en hvar er skýrslan.  Þarf ekki að vera skýrt það sem sagt er?  Er ekki mikilvægt að það liggi fyrir á hverjum tíma hvernig aðvaranirnar hljómuðu.  Skil ekki hversvegna ekki er vitnað í skrifuð orð, minnismiða, skýrslu, bókun, fundargerð eða eitthað handfast þegar seðlabankastjóri gefur stjórnvöldum skýrslu.  Finnst vinnubrögðin einföld og ómerkilegri en ætla mætti þegar um jafn mikilvæga stofnun að ræða og seðlabankann.

Skil ekki hversvegna fréttamenn spyrja ekki um þetta þ.e. fagmennsku í skilagreinum seðlabankans, frekar en að fara að spyrja Davíð hvort hann ætli aftur í stjórnmál. 

Svo virðist hann ekki heldur skrá hjá sér hvenær hann fundar og með hverjum.  Skrýtið..... Fagmennskan virðist lítil í fundarhöldunum hjá æðstu yfirmönnum fjármála landsins. 


mbl.is Ingibjörg: Aldrei talað um 0% líkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Finnbogason

Samskipti við Seðlabankastjóra virðast bara vera fyrir inn-múraða :)

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband