Stormur orðinn ársgamall.

Stormur eins árs með mömmu og pabbaHann Stormur okkar er orðinn eins árs, átti afmæli þann 29. okt. og í dag var haldið uppá afmælið.  Á myndinni til vinstri hefur hann nýlokið við að blása á eina kertið sitt, enda aðeins ársgamall.  Á myndinni til hægri er hann að taka upp pakka með aðstoð frá frænku sinni Írisi Lilju.

Foreldrar hans fengu Torfastaðina lánaða til að taka á móti gestum sínum en íbúðin þeirra á Holtsgötunni er ekki hæf til gestamóttöku enda hafa farið fram miklar framkvæmdir þar.  Búið að byggja og opna inní nýju stofuna en þá þarf að þrífa og svo á að freista þess að leggja parket á gólfið.  Mikið verk enn framundan hjá Margréti og Fannari í íbúðinni.

Ég hef ekki skrifað lengi á bloggið mitt þó hef ég haft nóg að gera.  Stóðhestarnir Gautrekur og Hjálprekur eru verkefni mitt daglega, hef getað hreift þá á hverjum degi svo þeir eru að komast í gott stand. Nýlega fékk ég það verkefni að freista þess að standa í vinnu við að koma á laggirnar veiðideild í veiðifélagi Árnesinga.  Nýtt fyrir mig að vinna þá vinnu, enda hef ég ekki áhuga á að veiða lax.  En ég hef áhuga á að styðja laxarækt í Tungufljóti.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með ömmustrákinn - ótrúlega skemmtilegt að vera amma .  Gangi þér vel í þínu hrossa- og laxastússi.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:41

2 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Jónína Rós! þakka þér kærlega fyrir notalega kveðju. Óska þér líka alls góðs í þínu stússi.  Veit að sveitarstjórnamálin taka mikinn tíma þessa dagana, fjárhagsáætlun og allt það.  Hitti ráðherra sveitarstjórnarmála í gær á uppskeruhátíð hestamanna.  Treystum því að hann standi með okkur sveitarstjórnarmönnum í stuðningi við sveitarfélögin.  Ekki auðvelt að taka á málum eins og allt er.  Kær kveðja Drífa

Drífa Kristjánsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:25

3 identicon

Alltaf jafn gott að komast í sveitina.  Það var viðeigandi að mér fannst að halda fyrsta afmælið fyrir austan enda Stormur hagavanur þar eftir að hafa eytt sumrinu í sveitinni. 

Takk fyrir alla aðstoðina og aðstöðuna.  Elska ykkur.

kv FÓ

Fannar (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband