Huginn frá Haga fer til síns heima

Í dag verđu síđasta sónun á hryssun sem hafa veriđ međ Huginn í Haga hér á Torfastöđum.  Huginn hefur veriđ međ hryssum í allt sumar og nú eru ţau öll á förum.  Vonandi verđa flestar hryssurnar fylfullar.  Ţađ hefur rignt hér mjög mikiđ í morgun en heldur er rigningin í rénum. 

Fannar hefur bođađ komu sína međ Storm um helgina.  Mamma hans verđur fyrir í verkefnum fyrir sunnan og nú á ađ hćtta međ brjóstagjafir, enda er hann á leiđ á leikskóla ţótt ungur sé.  Verđur á flottum stađ, rétt hjá heimili sínu.  Mjög ţćgilegt og hann verđur örugglega glađur ađ vera međ öđrum börnum. 

Eldur, Guđrún og Björt hafa líka bođađ komu sína á laugardaginn, ćtla ađ koma á kveđjutónleikana, kveđja kórstjórann sinn kćra, Hilmar Örn Agnarsson.  Ég hlakka mjög til bćđi ađ fá ţau og ađ vera í Skálholti á laugardagskvöldiđ.  Tónleikarnir hefjast kl. 17:30. 

Hef veriđ ađ koma efni inná heimasíđuna mína kynna hesta svo nú ţarf ég ađ fara ađ ţjálfa ţá og koma mér sjálfri í líkamlegt form. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband