Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri, kveđjutónleikar

Félagar úr Skálholtskór og ásamt fleiri kórum Hilmars Arnar, hafa ákveđiđ ađ kveđja međ viđhöfn kórstjórann sinn en hann er ađ fara frá Skálholti .  Leyfi mér ađ setja hér fréttatilkynningu frá kórfélögum.

Kveđjutónleikar í Skálholtskirkju, 

Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri kvaddur.

Laugardaginn 27. september kl 17.30 verđur haldin mikil tónlistarveisla í Skálholtskirkju.  Hilmar Örn hefur nú látiđ af störfum sem organisti og kórstjóri í Skálholti, eftir 17 ára farsćlt starf og nú er komiđ ađ eftirminnilegri kveđjustund.   

Af ţessu tilefni koma fram Barna-og Kammerkór Bisk., Skálholtskór, Kammerkór Suđurlands og fjöldi ţekkts tónlistarfólks undir stjórn Hilmars Arnar, sem tekiđ hefur ţátt í tónleikum međ kórum Hilmars undanfarin 17 ár. 

Fyrsta skal nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, sem sungiđ hefur einsöng árlega međ kórunum innanlands sem utan.  Einnig söngvarana Hrólf Sćmundsson, Margréti Stefánsdóttur og Maríönnu Másdóttur, sálmabandiđ Lux Terrae, Hjörleif Valsson konsertmeistara og Jóhann I. Stefánsson trompetleikara.  Einnig munu hinir ágćtu organistar Haukur Guđlaugsson, Steingrímur Ţórhallsson og Guđjón Halldór Óskarsson leika á orgel kirkjunnar fyrir tónleikanna, međan gestir ganga til sćtis. 

Flytjendur allir munu leggja sitt af mörkum til ađ gleđja ţá sem koma ađ hlusta, til ađ gleđja hvert annađ og ekki síst söngstjórann, sinn góđan vin og baráttumann fyrir sönguppeldi og söngmenningu í sveitum landsins.  Megi honum farnast vel á nýjum starfsvettvangi. 

Ađstandendur tónleikanna óska eftir  ađ ţeir sem tök hafa á, láti upphćđ sem svarar ađgangseyri ađ tónleikunum,  ( t.d . kr 2000,- ) í söfnunarkassa í andyri og mun ágóđi tónleikanna renna óskiptur í námssjóđ fyrir Hilmar Örn.  Ţađ yrđi örlítill ţakklćtisvottur fyrir ţađ sem hann hefur lagt af mörkum fyrir samfélagiđ hér austan fjalls undanfarna áratugi. Hlökkum til ađ sjá sem flesta!

Félagar í kórum Hilmars

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband