Til hamingju Eggert Haukdal

Ég vil óska Eggerti Haukdal til hamingju með sýknudóminn og samgleðst honum að Ragnari skuli hafa tekist að fá dóminn endurupptekinn í þriðju tilraun sinni.  Eggert er þrautseigur maður og það er Ragnar líka. Ég hef alltaf dáðst af Ragnari Aðalsteinssyni lögfræðingi sem berst fyrir réttlæti og lætur ekki deigan síga þrátt fyrir synjun um endurupptöku a.m.k. tvisvar sinnum.  Dómar verða að byggja á réttlæti, sönnunargögnum og heiðarleika.

Eggert var rægður og beittur andlegu ofbeldi með sögum og ætluðum sökum og ég hafði mikla samúð með honum þegar hann, á sínum tíma, var að berjast við öfundarmenn sína og andstæðinga.  Hann fékk hvergi uppreisn æru og fréttamennskan var hreint andstyggileg þegar meint sök hans var til umfjöllunar í fjölmiðlum. 

Svo varð ég líka vitni af því að samherji hans í Sjálfstæðisflokknum niðurlægði hann á fundum, með hegðun og látbragði sem var ekki mönnum sæmandi.  Það fannst mér afar skammarlegt og þeim sem það gerði ekki til sóma.  Ég nefni engin nöfn. 


mbl.is Eggert: Ánægður og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu búin að lesa dóminn (og sératkvæðið) áður en þú skrifaðir færsluna?

Sigvaldi Eggertsson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 18:13

2 Smámynd: Drífa Kristjánsdóttir

Sæll Sigvaldi.  Nei ég las ekki dóminn bara fréttir og mér fannst þær góðar fyrir Eggert.  Þætti verra ef svo er ekki,  ef einhver sérákvæði eins og þú gefur í skin í þinni athugasemd,  gefa Eggerti aðra niðurstöðu en sigurskv. dómsorðum.  Ég stend þó við það að umfjöllun um Eggert og hans sök var á sínum tíma mjög óvægin og ekki studd öðrum rökun en munnmælum og fullyrðingum manna.

Drífa Kristjánsdóttir, 18.9.2008 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband