Spennandi tími framundan

Það eru næstum þrStormur á Hnoðreki sínumjár vikur síðan ég meiddi mig á ökla.  Hef ekki getað gert neitt úti, sársaukinn svo mikill þegar ég geng.  Fjörið um verslunarmannahelgina og svo veiðin í Tungufljóti í síðustu viku settu mikið álag á fótinn en ég vona þó að ég sé að lagast. Ætla að reyna að setjast á Knörr minn í dag, sjá hvernig það gengur fyrir fótinn.  Ef ég það gengur vel þá get ég farið að þjálfa mig aftur í reiðmennskunni og í framhaldi af því að þjálfa hross sem mig langar að koma í gott form.  Á Hnoss frá Torfastöðum undan Háreki frá Torfastöðum og Randalín frá Torfastöðum.  Hún er svaka efnileg, varð 4ra vetra í vor.  Á líka Gersemi frá Torfastöðum en hún er undan Veru, Randalínsmóður og Háreki frá Torfastöðum.  Er mjög spennandi hryssa fædd 2004.

Ég ætlaði sannarlega að fara í heimsókn í Borgarfjörðinn í sumar en hef ekki komið mér enn.  Siggi og Inga eru að byggja í Lundareykjadalnum.  Diddi og Ásgerður flutt í Reykholt í Borgarfirði,  Einar systursonur Óla býr með fjölskyldunni á Kleppjárnsreykjum og svo er Harpa systir á Búrfelli.  Ekki amalegt að geta heimsótt allt þetta sómafólk. 

Margrét er farin til Rvk í verknám og Stormur fylgir henni.  Hún ætlar þó að koma og læra hér í nokkra daga þá fáum við prinsinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband