Grænmeti íslenskt, erlent?

Ég hef alltaf verið mjög pirruð á því að innflytjendur reyna að plata neytendur þegar þeir kaupa grænmeti.  Reyna að gera grænmetið íslenskt þótt það sé erlent. Fyrirtækið Hollt og gott hefur verið í fararbroddi í þeim efnum, pakkar vörum sínum þannig að flestir sem ég þekki halda að þeir séu að kaupa íslenskt þegar þeir kaupa voru pakkaða af Hollu og góðu. 

Undanfarið hafa íslenskir framleiðendur gert mikla bragarbót í sínum merkingum og mér finnst verða að gera öllum skylt að merkja hvaðan varan kemur.  Húrra fyrir Árna Johnsen að vekja athygli á málinu og nú þarf skýrar reglugerðir fyrir innflutningsaðili svo þeir hætti að plata fólk til að kaupa erlent grænmeti í þeirri trú að það sé íslenskt.  Neytendur varið ykkur.


mbl.is Merkingar grænmetis skoðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þessu - finnst raunar stórfurðulegt að framleiðendum eða innflytjendum í þessu tilfelli beri ekki skylda til að upplýsa neytendur um hvaðan vörurnar koma. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að t.d. salatpokarnir frá Hollt og gott innihéldu annað en íslenska framleiðslu... Núna veit ég betur!

Guðrún (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband