Foreldralaus börn

Grein Ingibjargar Benediktsdóttur í Morgunblaðinu í dag er orð í tíma töluð.  Öll mín samúð er með þeim sem þjást vegna fjölskylduvanda og fá ekki aðstoð.  Tíminn er stuttur þegar ungmenni eru að valda sér tjóni.  Nauðsynlegt að bregðast skjótt við og snúa erfiðleikunum í sigra.

Var að hlusta á viðtal Guðrúnar Frímannsdóttur, fréttamanns Ruv .og fyrrverandi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur við Halldóru Gunnarsdóttur núvernadi framkvæmdastjóra Barnav. Rvk. Hroðalegt hvað sum börn þurfa að þola þegar foreldrar þjást af eiturlyfjafíkn, geðveiki eða öðru sem gerir þau illfær um að vera foreldrar barna sinna.  Börn velja sér ekki foreldra en barnaverndarlögin eru mjög foreldravæn. Svo birtist frétt á mbl.is að Bragi á Barnaverndarstofu ætli að rannsaka vinnubrögð Barnaverndar Reykjavíkur.

Ef ég mætti ráða þá væru úrræði stöðugt fyrir hendi til að aðstoða þá sem hafa áhyggjur af börnum sínum og eiga í erfiðleikum af ýmsum toga.  Barnaverndarstofa hefur fækkað úrræðum undanfarið sem voru til aðstoðar ungmennum og fjölskyldum þeirra. 


mbl.is Barnaverndarstofa rannsakar málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband