Lífsins leiðir og leiðin suður um Lyngdalsheiði.

Bein mín eru að gróa ég hressist með hverjum deginum.  Vorkenni mér ekkert, en hugsa til Ólafar Pétursdóttur, vinkonu minnar sem lést á skírdag. Langar mjög að vera við jarðarförina á morgun en móðurbróðir minn Árni Stefánsson lést óvænt á páskadag og verður líka jarðaður á morgun. Þá eru öll systkynin hennar mömmu farin úr þessum heimi.  Við Óli ætlum að skipta okkur, ég fer austur en hann fer suður.  Leiðinlegt að athafnirnar skuli bera uppá sama dag en við því er ekkert að gera.

Við Uppsveitarfólk í Árnessýslu höfum beðið lengi eftir heilsársvegi um Lyngdalsheiðina.  Í gær var sveitarstjórn Bláskógabyggðar að leggja síðustu blessun sína á framkvæmdaleyfið.  Vegurinn verður boðinn út strax eftir það.  Undarlegt að á 21. öldinni skuli fólki detta í hug að vegasamgöngur eigi að vera lélegar og gamaldags. 

Núverandi vegur er hættulegasti vegur landsins, þar eru langflest slys og skemmdir.  En samt eru afturhaldsseggir eins og Pétur M. Jónsson og fleiri sem ætlast til að við, sem búum í Uppsveitunum, þurfum ekki að hafa eðlilegar nútímalegar samgöngur. Þingvallasveitin valdi að sameinast Laugardalshrepp og Biskupstungum árið 2002 og við það lagði sveitarstjórn mikla áherslu á að bæta samgöngur innan sveitarfélagsins. 

Fram að þessu hefur einungis verið hægt að aka afburða lélegan veg um Lyngdalsheiðina, þrjá mánuði ársins.  Rök andstæðinga um að útsýni verði skert er út í hött, því fólki verður gert mögulegt að aka stuttan spöl og stoppa til að njóta útsýnisins.  Það er líka út í hött að tala um að vegurinn komi nær vatninu.  Væntanlegur vegur tengist núverandi vegi úr Grímsnesinu hjá Mjóanesi.  Það er miklu fjær vatninu en núverandi Gjábakkavegur er.

Hægt er með einföldum hætti að takmarka umferð um Þjóðgarðinn við fólksflutninga.  Sveitarstjórn hefur alltaf lýst sig tilbúna til að samþykkja slikar reglur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband