Nútímabörn

Ég rakst á fáeinar myndir frá mínum ungdómsárum þegar við stofnuðum sönghóNútímabörn í sjónvarpinu Sverrir Ágúst Ómar Valdem. Drífa og Snæbjörnpinn Nútímabörn.  Ég og Ómar Valdimarsson vorum skiptinemar í USA árið 1967-68 og komum stundum fram til að kynna landið.  Þá sungum við oft íslensk lög.  Þegar við komum heim fæddist hugmynd um að stofna sönghóp.  Nútímabörn skemmtu um allt land Hér fylgir Nútímabörn Drífa Kristjánsdóttir, Ágúst Atlason, Sverrir Ólafsson og Snæbjörn Kristjánssonmynd úr sjónvarpinu þáttur sem við áttum sjálf.  SG plötur gáfu út eina plötu með sönghópnum.  Set inn myndir sem teknar voru þegar plötualbúmið varð til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þessar gömlu myndir

Fannar (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 11:16

2 identicon

Sit hér og hlusta á Nútímabörn í útvarpinu og fletti ykkur upp á netinu svona í leiðinni. Fann þá þessar fínu myndir af ykkur, gaman að sjá þær. En mig langar að vita hvort lögin ykkar séu fáanleg á diski núna ? platan mín gamla var spiluð í gegn og tók sinn síðasta snúning fyrir mörgum árum en ég vildi gjarnan eiga diskinn ef hann er fáanlegur.

Ég hef reyndar farið inn á síðuna þína áður en þá var ég að leita eftir góðum ráðum varðandi unglinga. Ég veit að hjá þér liggur hafsjór af upplýsingum sem gætu gagnast okkur hinum sem erum að vinna með börn og unglinga sem hafa farið aðeins útfyrir veginn í lífinu. Mikið vildi ég að þú sendir okkur pistilinn annað slagið og gæfir okkur góð ráð !

Björg Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband