T-listinn í Bláskógabyggð, grein birt í Dagskránni 27.5.2010

T-listinn býður nú fram í þriðja sinni. Undanfarið kjörtímabil vorum við með þrjá kjörna fulltrúa í sveitarstjórn. Samstarf sveitarstjórnarmanna hefur verið gott í veigamiklum málum en nú teljum við mjög mikilvægt að skipta um forystu í sveitarstjórn Bláskógabyggðar.
Ég hef verið oddviti T-listans undanfarin 8 ár. Ég íhugaði að hætta afskiptum af sveitarstjórnarmálum en ákvað að gefa kost á mér í 4. sæti listans. Nái T-listinn meirihluta í sveitarfélaginu, verð ég enn eitt kjörtímabilið í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. Það er því allt eða ekkert hjá mér í þessum kosningum.
Nýjir flottir frambjóðendur skipa 1. og 3. sæti listans, þau Helgi Kjartansson og Valgerður Sævarsdóttir. Félagar mínir í síðustu sveitarstjórn, þeir Jóhannes Sveinbjörnsson og Kjartan Lárusson skipa 2. og 5. sæti listans. Nýliðun er því mikil, en við reynsluboltarnir erum líka til staðar og þannig að við erum tilbúin til að takast á við breytingar í sveitarfélaginu. Nú er því gullið tækifæri til að gefa okkur stjórnartaumana.
T-listinn vill draga íbúa sveitarfélagsins að málum, galopna stjórnsýsluna og gefa íbúum tækifæri til að segja skoðun sína á málum sem þeir hafa áhuga á og eru á borði sveitarstjórnar. T-listinn vill líka hlusta eftir hugmyndum að verkefnum, samvinnu og styðja við hugmyndir manna um nýsköpun. Við ætlum að efla heimasíðu sveitarfélagsins og gera hana lifandi svo fólk skoði viðburðardagatalið og fái upplýsingar um hvaðeina sem um er að vera í Bláskógabyggð. Okkur langar líka að efla Bláskógafréttir og viljum skoða alla möguleika í þeim efnum. Við erum staðráðin í að halda íbúafundi helst tvisvar á ári og efna til almennra umræðna um málefni áður en bindandi ákvarðandir eru teknar. Þannig treystum við og eflum lýðræðið í sveitarfélaginu.
Fólk sem þekkir mig veit að ég er mjög fylgin mér, hætti ekki við hálfklárað verk og hef úthald í erfiðum málum. Ég rak Meðferðarheimilið Torfastöðum í rúm 25 ár og í slíkri vinnu er úthald og hæfni í mannlegum samskiptium lykilatriði til að ná árangri. Í stjórnun sveitarfélags hlýtur slík færni að vera mjög mikils virði. Ég er, kæru kjósendur, tilbúin í þau verkefni sem fyrir liggja hljóti T-listinn til þess stuðning.
Drífa Kristjánsdóttir skipar 4. sæti T-listans í Bláskógabyggð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband